Stórt og flókið verkefni bíður Frakka Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. apríl 2019 06:30 Hægt var að skoða umfang skemmdanna þegar eldurinn var slokknaður. Nordicphotos/AFP Hundruðum milljóna evra hefur verið heitið til enduruppbyggingar hinnar 856 ára gömlu Notre Dame kirkju í París, höfuðborg Frakklands. Mikill eldsvoði stórskemmdi þessa sögufrægu byggingu á mánudaginn. Þótt langt og erfitt verkefni sé fyrir höndum er það langt frá því að vera óyfirstíganlegt. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur sagst reiðubúin til aðstoðar við endurreisnina. Þá hefur Francois-Henri Pinault, forstjóri Kering Group, fyrirtækisins sem á Gucci og Yves Saint Laurent, heitið hundrað milljónum evra og fjölskylda Bernard Arnault, sem á meðal annars Louis Vuitton og Sephora, hefur heitið 200 milljónum og franska olíufyrirtækið Total hundrað milljónum. Franska þjóðminjastofnunin ætlar að setja af stað alþjóðlega söfnun svo fjármagn verður væntanlega ekki af skornum skammti. Í raun virðist gjörvallt Frakkland til þjónustu reiðubúið enda er þjóðin harmi slegin vegna brunans. Verktakafyrirtækið Vinci sagðist í gær tilbúið til að bjóða fram krafta sína. Fyrirtækið skoraði svo á samkeppnisaðila sína að taka þátt sömuleiðis. „Þessi eyðilegging hluta Notre Dame er mikill harmleikur. Aldrei verður hægt að endurheimta bjálkana frá þrettándu öld sem héldu þakinu uppi en við þurfum að standa vörð um þá hluta Notre Dame sem ekki urðu eldinum að bráð,“ sagði í tilkynningu frá Vinci. Annað verktakafyrirtæki, Bouygues, sagðist sömuleiðis reiðubúið til að ljá krafta sína og gáfu forstjórinn Martin Bouygues og fjölskylda hans tíu milljónir evra til verkefnisins. Sérfræðiaðstoð mun einnig reynast gagnleg við endurreisn kirkjunnar. Gianfranco Ravasi, kardináli og menningarmálaráðherra Páfagarðs, sagði í gær að Páfagarður væri reiðubúinn til að ljá Frökkum aðstoð sína. „Ég held að helsta framlag Páfagarðs verði tæknileg þekking okkar enda búum við yfir miklu safni.“ Donald Insall Associates, arkitektarnir sem sáu um enduruppbyggingu Windsor-kastala eftir mikinn bruna árið 1992, eru sömuleiðis tilbúnir til að aðstoða Frakka. „Notre Dame verður glæst á ný,“ sagði Francis Maude, einn arkitektanna. Hann vísaði sömuleiðis til þess að Varsjá hefði verið byggð aftur upp eftir síðari heimsstyrjöld sem og Frúarkirkjan í Dresden. Einnig má búast við því að sá gríðarlegi fjöldi ljósmynda og myndbanda sem til er af kirkjunni reynist vel. Tæknimiðillinn ZDNet greindi jafnframt frá því í gær að sagnfræðiprófessorarnir Andrew Tallon og Stephen Murray hefðu árið 2000 gert þrívíddarskönnun af allri kirkjunni með leysigeisla. En enduruppbyggingin er ekki eina flókna verkefnið sem Frakkar þurfa nú að leysa. Remy Heitz saksóknari sagði í gær að um 50 rannsakendur ynnu nú að því að komast að því hvernig eldurinn kviknaði. Búist er við að rannsóknin verði löng og flókin en nú á upphafsstigum er helsta kenningin sú að um slys hafi verið að ræða.Miklu bjargað Þak kirkjunnar gjöreyðilagðist í brunanum og hæsti kirkjuturninn sömuleiðis. Það gerðu einnig fjölmargar steindar rúður en vegna þrekvirkis slökkviliðs tókst að bjarga fjölmörgu. Altari kirkjunnar og altariskrossinn skemmdust ekki né heldur kirkjubekkirnir. Hinir víðfrægu bjölluturnar standa enn og það gera steinveggirnir líka þótt þeir séu óstöðugir samkvæmt Franck Riester menningarmálaráðherra. Sextán koparstyttur höfðu verið sendar til viðgerðar og voru því óhultar. Þá tókst slökkviliði að bjarga fjölda merkilegra listaverka og minja úr kirkjunni. Til að mynda þyrnikórónu sem Loðvík níundi Frakklandskonungur keypti á þrettándu öld og er sögð hafa prýtt koll Krists. Fjallað var um bjargvætt krúnunnar í erlendum miðlum í gær. Sá heitir Jean-Marc Fournier og er prestur slökkviliðsins. Samkvæmt hverfisstjóra fimmtánda hverfis hljóp Fournier inn í kirkjuna til að bjarga minjum. Presturinn hafði áður huggað særða eftir hryðjuverkaárásina á Bataclan-tónleikahúsið í París árið 2015 og sinnt herþjónustu í Afganistan. Að minnsta kosti einn af rósargluggunum þremur sem prýddu kirkjuna bjargaðist og það gerði fjöldi ufsagrýla sömuleiðis. Kirkjuorgelið er sagt hafa bjargast aukinheldur. Þau listaverk sem bjargað var voru flutt á Louvre-safnið. Birtist í Fréttablaðinu Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Auðkýfingar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbyggingu dómkirkjunnar sögufrægu. 16. apríl 2019 20:28 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Hundruðum milljóna evra hefur verið heitið til enduruppbyggingar hinnar 856 ára gömlu Notre Dame kirkju í París, höfuðborg Frakklands. Mikill eldsvoði stórskemmdi þessa sögufrægu byggingu á mánudaginn. Þótt langt og erfitt verkefni sé fyrir höndum er það langt frá því að vera óyfirstíganlegt. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur sagst reiðubúin til aðstoðar við endurreisnina. Þá hefur Francois-Henri Pinault, forstjóri Kering Group, fyrirtækisins sem á Gucci og Yves Saint Laurent, heitið hundrað milljónum evra og fjölskylda Bernard Arnault, sem á meðal annars Louis Vuitton og Sephora, hefur heitið 200 milljónum og franska olíufyrirtækið Total hundrað milljónum. Franska þjóðminjastofnunin ætlar að setja af stað alþjóðlega söfnun svo fjármagn verður væntanlega ekki af skornum skammti. Í raun virðist gjörvallt Frakkland til þjónustu reiðubúið enda er þjóðin harmi slegin vegna brunans. Verktakafyrirtækið Vinci sagðist í gær tilbúið til að bjóða fram krafta sína. Fyrirtækið skoraði svo á samkeppnisaðila sína að taka þátt sömuleiðis. „Þessi eyðilegging hluta Notre Dame er mikill harmleikur. Aldrei verður hægt að endurheimta bjálkana frá þrettándu öld sem héldu þakinu uppi en við þurfum að standa vörð um þá hluta Notre Dame sem ekki urðu eldinum að bráð,“ sagði í tilkynningu frá Vinci. Annað verktakafyrirtæki, Bouygues, sagðist sömuleiðis reiðubúið til að ljá krafta sína og gáfu forstjórinn Martin Bouygues og fjölskylda hans tíu milljónir evra til verkefnisins. Sérfræðiaðstoð mun einnig reynast gagnleg við endurreisn kirkjunnar. Gianfranco Ravasi, kardináli og menningarmálaráðherra Páfagarðs, sagði í gær að Páfagarður væri reiðubúinn til að ljá Frökkum aðstoð sína. „Ég held að helsta framlag Páfagarðs verði tæknileg þekking okkar enda búum við yfir miklu safni.“ Donald Insall Associates, arkitektarnir sem sáu um enduruppbyggingu Windsor-kastala eftir mikinn bruna árið 1992, eru sömuleiðis tilbúnir til að aðstoða Frakka. „Notre Dame verður glæst á ný,“ sagði Francis Maude, einn arkitektanna. Hann vísaði sömuleiðis til þess að Varsjá hefði verið byggð aftur upp eftir síðari heimsstyrjöld sem og Frúarkirkjan í Dresden. Einnig má búast við því að sá gríðarlegi fjöldi ljósmynda og myndbanda sem til er af kirkjunni reynist vel. Tæknimiðillinn ZDNet greindi jafnframt frá því í gær að sagnfræðiprófessorarnir Andrew Tallon og Stephen Murray hefðu árið 2000 gert þrívíddarskönnun af allri kirkjunni með leysigeisla. En enduruppbyggingin er ekki eina flókna verkefnið sem Frakkar þurfa nú að leysa. Remy Heitz saksóknari sagði í gær að um 50 rannsakendur ynnu nú að því að komast að því hvernig eldurinn kviknaði. Búist er við að rannsóknin verði löng og flókin en nú á upphafsstigum er helsta kenningin sú að um slys hafi verið að ræða.Miklu bjargað Þak kirkjunnar gjöreyðilagðist í brunanum og hæsti kirkjuturninn sömuleiðis. Það gerðu einnig fjölmargar steindar rúður en vegna þrekvirkis slökkviliðs tókst að bjarga fjölmörgu. Altari kirkjunnar og altariskrossinn skemmdust ekki né heldur kirkjubekkirnir. Hinir víðfrægu bjölluturnar standa enn og það gera steinveggirnir líka þótt þeir séu óstöðugir samkvæmt Franck Riester menningarmálaráðherra. Sextán koparstyttur höfðu verið sendar til viðgerðar og voru því óhultar. Þá tókst slökkviliði að bjarga fjölda merkilegra listaverka og minja úr kirkjunni. Til að mynda þyrnikórónu sem Loðvík níundi Frakklandskonungur keypti á þrettándu öld og er sögð hafa prýtt koll Krists. Fjallað var um bjargvætt krúnunnar í erlendum miðlum í gær. Sá heitir Jean-Marc Fournier og er prestur slökkviliðsins. Samkvæmt hverfisstjóra fimmtánda hverfis hljóp Fournier inn í kirkjuna til að bjarga minjum. Presturinn hafði áður huggað særða eftir hryðjuverkaárásina á Bataclan-tónleikahúsið í París árið 2015 og sinnt herþjónustu í Afganistan. Að minnsta kosti einn af rósargluggunum þremur sem prýddu kirkjuna bjargaðist og það gerði fjöldi ufsagrýla sömuleiðis. Kirkjuorgelið er sagt hafa bjargast aukinheldur. Þau listaverk sem bjargað var voru flutt á Louvre-safnið.
Birtist í Fréttablaðinu Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04 Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13 Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Auðkýfingar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbyggingu dómkirkjunnar sögufrægu. 16. apríl 2019 20:28 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. 16. apríl 2019 17:13
Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum Auðkýfingar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbyggingu dómkirkjunnar sögufrægu. 16. apríl 2019 20:28
Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38