Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2019 11:42 Heill kafli í greinargerð FBI um Julian Assange fjallar um Icesave-lekann. Vísir/EPA Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. Í greinargerð FBI rökstyður Megan Brown, lögreglufulltrúi FBI, málatilbúnaðinn gegn Assange. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í samsæri um þjófnað á gögnum úr tölvum hins opinbera í samstarfi við Chelsea Manning sem var dæmd fyrir að leka þúsundum trúnaðarskjala til WikiLeaks. Málatilbúnaðurinn byggir meðal annars á afritum af samtölum Assange og Manning. Assange, stofnandi WikiLeaks, var handtekinn að morgni fimmtudagsins 11. apríl í sendiráði Ekvadors í Lundúnum hvar hann hafði dvalið frá árinu 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Í greinargerðinni er einn kafli sem hverfist um leka á trúnaðargögnum bandaríska sendiráðsins um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Icesave-lekinn er sérstaklega tilgreindur er sú að hann er talinn varpa frekara ljósi á eðli þeirra gagna sem lekið var. Skrárnar hafi verið skýrt merktar trúnaðargögn. Í gegnum samskiptakerfi utanríkisþjónustu Bandaríkjanna eða eins konar innra neti er Manning sögð hafa komist yfir skjalið „10 Reykjavik 13“ þar sem fjallað var um Icesave málið. Manning á að hafa viðurkennt að hafa brennt skjölin á geisladisk 15. febrúar árið 2010, farið með hann heim til sín og hlaðið skjölunum inn í fartölvuna sína og þaðan inn á WikiLeaks. Í greinargerðinni kemur fram að þessi skjöl hafi verið merkt sem trúnaðarskjöl. Manning er í greinargerðinni sögð hafa skoðað þrjár skrár merktar „Sigurdardottir.pdf,“ „Skarphedinsson.pfd“ og „Jonsson. Pdf.“ en þetta voru leyniskýrslur bandaríska utanríkisráðuneytisins um Jóhönnu, Össur og Albert. WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. Í greinargerð FBI rökstyður Megan Brown, lögreglufulltrúi FBI, málatilbúnaðinn gegn Assange. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í samsæri um þjófnað á gögnum úr tölvum hins opinbera í samstarfi við Chelsea Manning sem var dæmd fyrir að leka þúsundum trúnaðarskjala til WikiLeaks. Málatilbúnaðurinn byggir meðal annars á afritum af samtölum Assange og Manning. Assange, stofnandi WikiLeaks, var handtekinn að morgni fimmtudagsins 11. apríl í sendiráði Ekvadors í Lundúnum hvar hann hafði dvalið frá árinu 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Í greinargerðinni er einn kafli sem hverfist um leka á trúnaðargögnum bandaríska sendiráðsins um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Icesave-lekinn er sérstaklega tilgreindur er sú að hann er talinn varpa frekara ljósi á eðli þeirra gagna sem lekið var. Skrárnar hafi verið skýrt merktar trúnaðargögn. Í gegnum samskiptakerfi utanríkisþjónustu Bandaríkjanna eða eins konar innra neti er Manning sögð hafa komist yfir skjalið „10 Reykjavik 13“ þar sem fjallað var um Icesave málið. Manning á að hafa viðurkennt að hafa brennt skjölin á geisladisk 15. febrúar árið 2010, farið með hann heim til sín og hlaðið skjölunum inn í fartölvuna sína og þaðan inn á WikiLeaks. Í greinargerðinni kemur fram að þessi skjöl hafi verið merkt sem trúnaðarskjöl. Manning er í greinargerðinni sögð hafa skoðað þrjár skrár merktar „Sigurdardottir.pdf,“ „Skarphedinsson.pfd“ og „Jonsson. Pdf.“ en þetta voru leyniskýrslur bandaríska utanríkisráðuneytisins um Jóhönnu, Össur og Albert.
WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01