Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 07:38 Kirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. AP/Kamil Zihnioglu Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019 Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25
Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36
Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56
Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53
Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15
Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40