Ekkert banaslys orðið í umferðinni á árinu það sem af er Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 18:30 Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira