Leiðin er greið Hörður Ægisson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun