Bergmálsklefi fullkomleikans Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 07:00 Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nútíminn er trunta með tóman grautarhaus. Hjartað það er hrímað því heilinn gengur laus.Þótt lag Þursaflokksins, Nútíminn, hafi fyrst heyrst á öldum ljósvakans fyrir fjórum áratugum hefur nútíminn lítið breyst. Eftirsókn eftir vindi feykir okkur hálfmeðvitundarlausum á áfangastaði hégómans þar sem við drúpum tómum grautarhausum hokin við stafræn altari og tilbiðjum föður, son og heilagan anda; Google, Fésbók og Steve Jobs. Við tókum bita af eplinu og vorum rekin úr Paradís, dæmd til að strita í stafrænni veröld, yrkja ímyndina plöguð af blygðun um alla eilífð, amen. Filter, fótósjopp, stafræn fegrunaraðgerð. Sjáið mig! Ég er á skíðum í Ölpunum, teygjustökki á Balí. Við krjúpum við árbakka og störum á spegilmynd okkar jafnheltekin og Narkissos sem elskaði eigin ásjónu svo mikið að hann veslaðist upp og dó. Áin okkar er Fésbók; sykursæt tálbeita Zuckerbergs sem sannfærir okkur um að sitja og horfa á strauminn renna á skjá, á meðan lífið líður hjá. Ef tré fellur í skógi og enginn býr til myllumerki um það, heyrist þá hljóð? Cogito, ergo sum. Ég „pósta“, þess vegna er ég til. Ég, ég, ég. Sjáið mig! Ég var að hlaupa maraþon, er að lesa bók. Við hverfumst í hringi í kringum sjálfið. Sjálfhverfa er ferðalag samtímans. Hver er ég? Best að spyrja Google. En undir gljáandi yfirborði stafrænnar veraldar, handan bergmálsklefa fullkomleikans, er ekki allt sem sýnist. „Lög eru eins og pylsur – best er að sjá ekki hvernig þau verða til,“ sagði Otto von Bismarck. Fleira en lög er eins og pylsur. Einstaklingurinn er bjúga sem Fésbókin flytur á færibandi milli notenda til að neyta – eina með öllu nema hráum (veruleika). Því inni í sléttum himnubelg er subbulegur raunveruleikinn, óreiða úr óróleika, óöryggi og óhamingju. Ó, ó, ó!Truntan hún er taumlausog töltir út á hlið. Sumir eru að síga úr söðli undir kvið.Einhverjir verða undirað gömlum, góðum sið segir í texta Þursaflokksins. Því það að vera er ekki lengur nóg. Eða eins og uppgefinn Fésbókar vinur orðaði það svo vel: Þú þarft ekki bara að vera í leikfimi – þú þarft að vera í formi eins og atvinnumaður. Þú þarft ekki bara að vera í góðri vinnu – þú þarft að vera leiðtogi. Þú þarft ekki bara að eiga börn – þau þurfa að vera framúrskarandi. Þú þarft ekki bara að fara í frí – þú þarft að vera í Víetnam. Þú þarft ekki bara að borða hollt – þú þarft að vera vegan. Þú þarft ekki bara að vera vel menntuð/aður – þú þarft doktorspróf. Þú þarft ekki bara að stunda útivist – þú þarft að vera landvættur. Þú þarft ekki bara að eiga fallegt heimili – það þarf að fylgja nýjustu tískustraumum. Gakktu inn í daginn, kæri lesandi. Skildu falskan fullkomleikann eftir í símanum og láttu þér nægja að vera. En samt: Ekki gleyma að njóta; þér má alls ekki mistakast að njóta.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar