Fyrr í dag sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að um tvöleytið hafi notkun landganga verið hætt vegna hvassviðrisins. Vindstyrkur hafði þá farið yfir viðmið sem eru 50 hnútar.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að nú hafi stærstur hluti farþegar verið fluttur frá borði en ein vél stendur eftir.
Icelandair notaði í fyrstu eitt flugvélastæði í skjóli til þess að koma farþegum frá borði. Hraðað var á ferlinu þegar annað stæði bættist við.
Vegna veðursins hefur öllu flugi Icelandair, sem áætluð voru í kvöld, aflýst. Um er að ræða 14 flug, þar af 13 Ameríkuflug.
Einhverjir farþegar hafa gripið til þess ráðs að tjá sig um málið á Twitter, en Ásdís segir Icelandair vera að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma til móts við farþega.
That’s a new experience for me - air turbulence on the ground. Landed in Iceland on the way back to Seattle and sitting on the plane for an hour as they cannot deplane us due to very strong winds (80 km/hr). #joysOfTravel
— Grigori Melnik (@gmelnik) April 12, 2019
Just landed in Iceland.
It’s too windy for us to get off the plane.
I feel at home already.
— Carrie Mathieson (@CarrieMathieson) April 12, 2019
Fastir á Kef flugvelli. Sem betur fer er ég með topp sessunaut. Annars væri ég búinn að stinga einhvern #yeomanpic.twitter.com/uGynxdfaJc
— gulligull1 (@GGunnleifsson) April 12, 2019
This is the case of 'you're so near, yet so far'. Stranded in Keflavík Airport. Just sitting in the plane, trying to stay still for almost 6hrs now (4pm-9:30pm Iceland time) while plane is rocked by 90-100km/hr wind! At least we landed safely and I had raw salmon & herring! pic.twitter.com/zDdxJkkVqD
— wluna (@wluna09823543) April 12, 2019
Einar segist einnig vera nokkuð viss að um mesta rask á flugi sé að ræða frá sunnudeginum 11. apríl 2011. Þá var veðurofsinn svo mikill að meðal annars kom gat á flugskýli í Keflavík.