Strandveiðar efldar! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 12. apríl 2019 16:15 Alþingi lögfesti í vikunni frumvarp um dagakerfi í strandveiðum sem mun leiða til aukins öryggis sjómanna, jafnræðis og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Síðastliðið sumar var gerð tilraun til bráðabrigða um tólf veiðidaga innan hvers mánuðar á strandveiðitímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Skipting aflaheimilda milli landsvæða var felld niður og í stað þess sameiginlegur strandveiðipottur sem duga átti til að standa undir 12 dögum í mánuði á öllum svæðum. Þetta gekk eftir og almenn ánægja var með þær breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulaginu. Enn heyrast þó áhyggjur af skiptingu á milli svæða þó það liggi fyrir að dagsaflinn var meiri árið 2018 að meðaltali en frá upphafi strandveiða. Þannig var afli strandveiðibáta á síðasta ári að meðaltali 17,9 tonn eða 1,3 tonnum meiri en árið 2017.Aukið öryggi og sterkari fiskvinnslur Reynslan af síðasta sumri sýndi að meiri möguleikar voru á að veiða verðmeiri fisk sem dreifðist jafnar inn til vinnslu yfir hvern mánuð. Það styrkti fiskvinnslur og fiskmarkaði yfir sumarið þegar samdráttur var í framboði frá öðrum útgerðum. Landhelgisgæslan telur að reynsla síðasta sumars með tólf daga kerfinu hafi verið góð og að veiðidagar hafi frekar verið valdir með tilliti til veðurfars og sjólags. Það auki öryggi sjófaranda og að með varanlegri lögfestingu sé þannig verið að stuðla að auknu öryggi. Þær breytingar eru líka gerðar að nú er hægt að segja sig frá strandveiðum og hefja aðrar veiðar áður en tímabilinu lýkur og hægt að halda áfram þegar það hentar þó liðið sé á tímabilið og vera t.d. á grásleppu. Þessi sveigjanleiki skiptir máli og styður við fjölbreyttari möguleika til veiða yfir sumarið og hagkvæmni í rekstri. 11 þúsund tonn af botnfiski eru sett í strandveiðipottinn en hann var í 10.200 tonnum í fyrra. Þá eru heimildir á ufsa auknar úr 700 tonnum í 1000 tonn sem leyfilegt er að veiða umfram hámarksafla hvern dag sem hlýtur að teljast góð búbót fyrir þá sem eru að veiða á ufsaslóðum. Strandveiðipotturinn gekk ekki út árið 2018 og með þessari miklu aukningu í hann ættu allir að vera öruggir með að heimildirnar mæti 12 veiðidaga kerfisbreytingunni.Áfangasigur Atvinnuveganefnd, sem hefur borið þetta mál uppi í góðri samvinnu sín á milli og með stuðningi sjávarútvegsráðherra, leggur til að Byggðastofnun geri í haust úttekt á reynslu síðustu tveggja strandveiðitímabila. Er stofnuninni ætlað að leggja áherslu á byggðafestu, öryggismál, fiskigengdar, sveigjanleika og útkomu mismunandi landshluta í úttekt sinni. Það verður síðan unnið úr þeirri niðurstöðu næsta vetur með það að leiðarljósi að efla enn frekar strandveiðar og horfa til byggðafestu, nýliðunar, jafnræði byggða og öryggissjónarmiða innan greinarinnar. Það er vissulega áfangasigur að kerfisbreytingin sé nú lögfest varanlega og að tekist hafi að ná breiðri sátt þvert á flokka og með greininni sjálfri. Þannig er þetta skref tekið eftir tíu ára reynslu af strandveiðum sem við Vinstri græn erum afar stolt af að hafa komið á fót á sínum tíma með okkar sjávarútvegsráðherra í fararbroddi Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Þær hafa rækilega sýnt fram á að vera mikil lyftistöng fyrir margar minni sjávarbyggðir og gefið mönnum möguleika á að stunda veiðar á sumrin án þessa að eiga aflaheimildir eða fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Ég treysti því að með þessum breytingum séum við að treysta og efla enn frekar strandveiðar og sjávarbyggðir landsins. Gleðilegt strandveiðisumar með ósk um góðar gæftir og aflabrögð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður Atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Alþingi lögfesti í vikunni frumvarp um dagakerfi í strandveiðum sem mun leiða til aukins öryggis sjómanna, jafnræðis og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Síðastliðið sumar var gerð tilraun til bráðabrigða um tólf veiðidaga innan hvers mánuðar á strandveiðitímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Skipting aflaheimilda milli landsvæða var felld niður og í stað þess sameiginlegur strandveiðipottur sem duga átti til að standa undir 12 dögum í mánuði á öllum svæðum. Þetta gekk eftir og almenn ánægja var með þær breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulaginu. Enn heyrast þó áhyggjur af skiptingu á milli svæða þó það liggi fyrir að dagsaflinn var meiri árið 2018 að meðaltali en frá upphafi strandveiða. Þannig var afli strandveiðibáta á síðasta ári að meðaltali 17,9 tonn eða 1,3 tonnum meiri en árið 2017.Aukið öryggi og sterkari fiskvinnslur Reynslan af síðasta sumri sýndi að meiri möguleikar voru á að veiða verðmeiri fisk sem dreifðist jafnar inn til vinnslu yfir hvern mánuð. Það styrkti fiskvinnslur og fiskmarkaði yfir sumarið þegar samdráttur var í framboði frá öðrum útgerðum. Landhelgisgæslan telur að reynsla síðasta sumars með tólf daga kerfinu hafi verið góð og að veiðidagar hafi frekar verið valdir með tilliti til veðurfars og sjólags. Það auki öryggi sjófaranda og að með varanlegri lögfestingu sé þannig verið að stuðla að auknu öryggi. Þær breytingar eru líka gerðar að nú er hægt að segja sig frá strandveiðum og hefja aðrar veiðar áður en tímabilinu lýkur og hægt að halda áfram þegar það hentar þó liðið sé á tímabilið og vera t.d. á grásleppu. Þessi sveigjanleiki skiptir máli og styður við fjölbreyttari möguleika til veiða yfir sumarið og hagkvæmni í rekstri. 11 þúsund tonn af botnfiski eru sett í strandveiðipottinn en hann var í 10.200 tonnum í fyrra. Þá eru heimildir á ufsa auknar úr 700 tonnum í 1000 tonn sem leyfilegt er að veiða umfram hámarksafla hvern dag sem hlýtur að teljast góð búbót fyrir þá sem eru að veiða á ufsaslóðum. Strandveiðipotturinn gekk ekki út árið 2018 og með þessari miklu aukningu í hann ættu allir að vera öruggir með að heimildirnar mæti 12 veiðidaga kerfisbreytingunni.Áfangasigur Atvinnuveganefnd, sem hefur borið þetta mál uppi í góðri samvinnu sín á milli og með stuðningi sjávarútvegsráðherra, leggur til að Byggðastofnun geri í haust úttekt á reynslu síðustu tveggja strandveiðitímabila. Er stofnuninni ætlað að leggja áherslu á byggðafestu, öryggismál, fiskigengdar, sveigjanleika og útkomu mismunandi landshluta í úttekt sinni. Það verður síðan unnið úr þeirri niðurstöðu næsta vetur með það að leiðarljósi að efla enn frekar strandveiðar og horfa til byggðafestu, nýliðunar, jafnræði byggða og öryggissjónarmiða innan greinarinnar. Það er vissulega áfangasigur að kerfisbreytingin sé nú lögfest varanlega og að tekist hafi að ná breiðri sátt þvert á flokka og með greininni sjálfri. Þannig er þetta skref tekið eftir tíu ára reynslu af strandveiðum sem við Vinstri græn erum afar stolt af að hafa komið á fót á sínum tíma með okkar sjávarútvegsráðherra í fararbroddi Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Þær hafa rækilega sýnt fram á að vera mikil lyftistöng fyrir margar minni sjávarbyggðir og gefið mönnum möguleika á að stunda veiðar á sumrin án þessa að eiga aflaheimildir eða fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Ég treysti því að með þessum breytingum séum við að treysta og efla enn frekar strandveiðar og sjávarbyggðir landsins. Gleðilegt strandveiðisumar með ósk um góðar gæftir og aflabrögð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður Atvinnuveganefndar.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun