„Nýi Cristiano Ronaldo“ er farinn að raða inn mörkum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 12:00 Joao Felix fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Það er eins og hann trúi þessu ekki enda þrennan og nýtt Evrópudeildarmet orðin hans. Getty/Octavio Passos Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira
Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira