„Betra að við unnum þetta því annars hefði hann verið í banni í fyrsta leik í úrslitunum“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. apríl 2019 20:21 Benedikt er þjálfari KR. vísir/ Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður eftir sigur síns liðs gegn Val undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. „Ég er búinn að vera tala um þetta síðan eftir seinasta leik að við værum að fara taka þennan. Við erum búnin að vera svo nálægt þessu að núna var komið að því.” Hann var mjög sáttur með hittnina fyrir utan hjá sínum stelpum en KR var með rétt undir 50% nýtingu í 3 stiga skotum. „Valur er að loka teignum rosalega vel og þær eru að ögra okkur í að skjóta fyrir utan. Simona er á Ástrósu sem er eitthvað sem við verðum að nýta okkur og við gerðum það vel í dag. Þegar hún er skilin eftir þá verður hún að negla skotin niður.” „Við töluðum um það fyrir leik að fara í ákveðið “fuck-it mode”, við látum bara vaða, ekkert að hugsa og þegar við sjáum opið skot þá skjótum við.” Framlag Ástrósar Lenu var mikið í kvöld en hún skoraði úr 7 þriggja stiga skotum sínum úr 11 skotum. Benni var gífurlega sáttur með hennar framlag. „Hún er svona 3&D leikmaður sem maður vill hafa í sínu liði og maður vill leikmann sem spilar vörn og hittir úr skotunum sínum og hún er að bæta sig í því á fullu.” Kiana Johnson leikmaður KR hitti ekki vel í kvöld en Benni var samt sáttur með leikstjórnina hjá henni sem var mjög góð. „Hún hitti ekkert í kvöld en setti vítin sín og stýrir þessu vel. Hún er frábær karakter og við fylgjum henni. Þó hún sé ekki að skora þá getur hún samt spilað frábærlega en hún getur þess vegna sett 40 stig í næsta leik. Það er svo sterkt að vinna þegar kaninn þinn er ekki að hitta vel.” Benni talaði í lokin um dómgæsluna en Darri Freyr þjálfari Vals var rekinn úr húsi snemma í fjórða leikhluta. „Línan í þessari seríu er bara búin að vera nákvæmlega eins og hún var í þessum leik. Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður vill fá meira og alltaf getur maður komið með einhverjar athugasemdir. Ég fékk tæknivillu í seinasta leik og þetta er bara úrslitakeppni, það er hiti í þessu.” „En núna er bara næsti leikur. Ég hitti Darra hérna frammi og ég sagði við hann að það væri bara betra að við unnum þetta því annars hefði hann verið í banni í fyrsta leik í úrslitunum,” sagði Benni að lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena spilandi þjálfari eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu Helena Sverrisdóttir fékk nýtt hlutverk í liði Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu. 11. apríl 2019 19:41 Leik lokið: Valur - KR 85-87 | KR hélt sér á lífi KR hélt sér á lífi í einvínu gegn Val í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður eftir sigur síns liðs gegn Val undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. „Ég er búinn að vera tala um þetta síðan eftir seinasta leik að við værum að fara taka þennan. Við erum búnin að vera svo nálægt þessu að núna var komið að því.” Hann var mjög sáttur með hittnina fyrir utan hjá sínum stelpum en KR var með rétt undir 50% nýtingu í 3 stiga skotum. „Valur er að loka teignum rosalega vel og þær eru að ögra okkur í að skjóta fyrir utan. Simona er á Ástrósu sem er eitthvað sem við verðum að nýta okkur og við gerðum það vel í dag. Þegar hún er skilin eftir þá verður hún að negla skotin niður.” „Við töluðum um það fyrir leik að fara í ákveðið “fuck-it mode”, við látum bara vaða, ekkert að hugsa og þegar við sjáum opið skot þá skjótum við.” Framlag Ástrósar Lenu var mikið í kvöld en hún skoraði úr 7 þriggja stiga skotum sínum úr 11 skotum. Benni var gífurlega sáttur með hennar framlag. „Hún er svona 3&D leikmaður sem maður vill hafa í sínu liði og maður vill leikmann sem spilar vörn og hittir úr skotunum sínum og hún er að bæta sig í því á fullu.” Kiana Johnson leikmaður KR hitti ekki vel í kvöld en Benni var samt sáttur með leikstjórnina hjá henni sem var mjög góð. „Hún hitti ekkert í kvöld en setti vítin sín og stýrir þessu vel. Hún er frábær karakter og við fylgjum henni. Þó hún sé ekki að skora þá getur hún samt spilað frábærlega en hún getur þess vegna sett 40 stig í næsta leik. Það er svo sterkt að vinna þegar kaninn þinn er ekki að hitta vel.” Benni talaði í lokin um dómgæsluna en Darri Freyr þjálfari Vals var rekinn úr húsi snemma í fjórða leikhluta. „Línan í þessari seríu er bara búin að vera nákvæmlega eins og hún var í þessum leik. Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður vill fá meira og alltaf getur maður komið með einhverjar athugasemdir. Ég fékk tæknivillu í seinasta leik og þetta er bara úrslitakeppni, það er hiti í þessu.” „En núna er bara næsti leikur. Ég hitti Darra hérna frammi og ég sagði við hann að það væri bara betra að við unnum þetta því annars hefði hann verið í banni í fyrsta leik í úrslitunum,” sagði Benni að lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena spilandi þjálfari eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu Helena Sverrisdóttir fékk nýtt hlutverk í liði Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu. 11. apríl 2019 19:41 Leik lokið: Valur - KR 85-87 | KR hélt sér á lífi KR hélt sér á lífi í einvínu gegn Val í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. 11. apríl 2019 20:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Helena spilandi þjálfari eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu Helena Sverrisdóttir fékk nýtt hlutverk í liði Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld eftir að þjálfarinn var rekinn úr húsinu. 11. apríl 2019 19:41
Leik lokið: Valur - KR 85-87 | KR hélt sér á lífi KR hélt sér á lífi í einvínu gegn Val í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. 11. apríl 2019 20:30
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum