Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. apríl 2019 06:15 Framboð kókaíns og styrkur hefur aukist síðustu ár. Nordicphotos/Getty „Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
„Á síðustu þremur árum höfum við séð styrkinn fara upp á við og þróunin á fleiri ára tímabili er upp á við,“ segir Valþór Ásgrímsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) um þau sýni af haldlögðu kókaíni sem stofnunin fær til rannsóknar. Þróunin sé sambærileg á heimsvísu, framboðið mikið og styrkleikinn að aukast. Dómar sem fallið hafa í smyglmálum sýna að nær hreint kókaín er að koma til landsins. Undanfarin ár hafa tollverðir lagt hald á tugi kílóa af kókaíni í Leifsstöð og varð sprenging í þeim efnum árið 2017. Aukið framboð og eftirspurn er að mati sérfræðinga til vitnis um góðæri undangenginna ára enda notkun kókaíns gjarnan beintengd efnahagsaðstæðum hverju sinni. Fréttablaðið hefur áður fjallað um metinnflutning á kókaíni á liðnum árum og lögreglan staðfest að þar á bæ taki menn eftir sífellt meira af efninu í umferð. Í síðasta mánuði hafði RÚV eftir sérfræðingum RLE að magn kókaíns hefði nærri fjórfaldast í frárennslisvatni frá Reykjavík á tveimur árum ef marka má rannsókn á sýnum úr tveimur hreinsistöðvum. Önnur heimild um magnið og styrkleika efnanna er í dómskjölum hér á landi. Fréttablaðið fór í gegnum alla kókaíntengda dóma sem féllu í fyrra, þar sem efnin voru ýmist haldlögð við innflutning eða í stærri húsleitum. Í fimmtán dómsmálum var um að tefla alls 11 kíló af haldlögðu kókaíni. Í tólf þessara mála var styrkleiki efnanna birtur í dómnum og reyndist hann að meðaltali 66 prósent. Styrkleikinn var allt frá 31 prósenti upp í 86 prósent og verður vart meiri en það. Athygli vekur að í tvígang mældist styrkleiki kókaíns svo hár. Í öðru málinu var um að ræða smygl á 2,1 kílói frá Barcelona á Spáni en í því síðara var um 141 gramm sem var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Frá Zürich í Sviss kom svo rúmt kíló að 84 prósenta styrkleika.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Fréttablaðið/Anton Brink Til að setja hreinleika efnis að 86 prósenta styrkleika í samhengi þá fengust þær upplýsingar frá RLE að það sé svo gott sem hreint kókaín. Fræðilega geti gildið ekki orðið hærra en 89 prósent, sem væri samsvarandi hreinu – eða 100 prósent kókaínklóríði. Þessi aukni styrkleiki efna er áhyggjuefni. Árið 2017 gerðist það í Bretlandi að lögregluyfirvöld í Eastbourne sáu sig tilneydd til að vara sérstaklega við sérlega hreinu kókaíni í umferð þar enda notendur líklega vanari vægari skömmtum og neysla sama magns af hreinu kókaíni gæti endað með ósköpum. Því sterkara sem kókaínið er þeim mun meiri líkur eru á eitrunareinkennum, vægari jafnt sem alvarlegum, en við þær aðstæður er leitað á bráðamóttökuna. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir fjölgun á komum vegna fíkniefna almennt. „En það er klár aukning frá því sem var fyrir fimm árum,“ segir Jón Magnús um kókaínið sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent