Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2019 22:25 Nicolás Maduro og Vladimir Padrino. Vísir/Getty Þrír úr innsta hring forseta Venesúela eru sagðir hafa verið sammála stjórnarandstöðunni að koma þyrfti forsetanum frá völdum, en hafi síðar dregið í land.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir bandarískum embættismönnum í kjölfar þess að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, kallaði eftir aðstoð hersins í Venesúela við að steypa Nicolás Maduro af stóli. Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. Leiðtogara hersins í Venesúela eru sagðir standa með Maduro og saka Guaidó um tilraun til valdaráns. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, gat ekki fært neinar sannanir fyrir því að stuðningsmenn Maduro væru á barmi þess að yfirgefa hann. Elliot Abrams, erindreki Bandaríkjanna í Venesúela, hafði það sama að segja samkvæmt BBC. Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, birtist á skjám landsmanna Venesúela í dag umvafinn hermönnum þar sem hann ítrekaði stuðning við Maduro. Bolton heldur því hins vegar fram að Padrino hafi verið einn þeirra sem var viðloðinn viðræður við stjórnarandstöðuna fyrir þremur mánuðum. Nefndi Bolton einnig forseta Hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, og yfirmann öryggisliðs forsetans, Ivan Rafael Hernandez Dala. Bolton segir þessa þrjá hafa samþykkt að valdið yrði fært frá Maduro til Guaidó á friðsælan hátt. „Þeir samþykktu allir að Maduro þyrfti að fara,“ sagði Bolton á blaðamannafundi í Washington. Guaidó hefur notið stuðnings yfirvalda í Bandaríkjunum, Bretlandi og fjölda annarra þjóða, þar á meðal íslenskra yfirvalda, sem réttmætur leiðtogi Venesúela. Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44 Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Þrír úr innsta hring forseta Venesúela eru sagðir hafa verið sammála stjórnarandstöðunni að koma þyrfti forsetanum frá völdum, en hafi síðar dregið í land.Þetta hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir bandarískum embættismönnum í kjölfar þess að leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, kallaði eftir aðstoð hersins í Venesúela við að steypa Nicolás Maduro af stóli. Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. Leiðtogara hersins í Venesúela eru sagðir standa með Maduro og saka Guaidó um tilraun til valdaráns. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, John Bolton, gat ekki fært neinar sannanir fyrir því að stuðningsmenn Maduro væru á barmi þess að yfirgefa hann. Elliot Abrams, erindreki Bandaríkjanna í Venesúela, hafði það sama að segja samkvæmt BBC. Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, birtist á skjám landsmanna Venesúela í dag umvafinn hermönnum þar sem hann ítrekaði stuðning við Maduro. Bolton heldur því hins vegar fram að Padrino hafi verið einn þeirra sem var viðloðinn viðræður við stjórnarandstöðuna fyrir þremur mánuðum. Nefndi Bolton einnig forseta Hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, og yfirmann öryggisliðs forsetans, Ivan Rafael Hernandez Dala. Bolton segir þessa þrjá hafa samþykkt að valdið yrði fært frá Maduro til Guaidó á friðsælan hátt. „Þeir samþykktu allir að Maduro þyrfti að fara,“ sagði Bolton á blaðamannafundi í Washington. Guaidó hefur notið stuðnings yfirvalda í Bandaríkjunum, Bretlandi og fjölda annarra þjóða, þar á meðal íslenskra yfirvalda, sem réttmætur leiðtogi Venesúela.
Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44 Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. 30. apríl 2019 15:44
Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37