Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 11:06 Hermaður stendur vörð nærri La Carlota-herstöðinni nærri Caracas. Vísir/AP Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Venesúela Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela.
Venesúela Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira