Fleiri slasast vegna fíkniefna- en ölvunaraksturs Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2019 15:43 Frá vettvangi umferðarslyss í fyrra. Vísir/MHH Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira