Borgin slapp vel frá kjaradeilunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru. Góð lending miðað við aðstæður á vinnumarkaði enda var Lífskjarasamningurinn svonefndi samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda. Það var nauðsynlegt að eyða óvissunni. Hins vegar er ljóst að verulegar hækkanir á lægstu launum munu þyngja róðurinn, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem starfa í vinnuaflsfrekum geirum eins og ferðaþjónustu og smásölu. Fyrirtækin munu þurfa að bera mikinn kostnað af þeim aðstæðum sem sköpuðust á vinnumarkaði. Hvernig gátu þessar aðstæður skapast? Á einu lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar féll sósíalísk orðræða, sem etur saman verkafólki og fjármagnseigendum, í frjóan jarðveg og formaður Eflingar talaði um „vopnahlé“ eftir undirritun samninganna. Byltingarmóðurinn er ekki runninn af forystu Eflingar þó að samningarnir séu frágengnir. Spjótin beindust að atvinnurekendum en það er varla hægt að kenna þeim um uppgang byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar enda hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað verulega á síðustu árum. Nei, við þurfum að horfa til ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda. Bættur fjárhagur ríkissjóðs á síðustu árum var ekki nýttur til að lækka skattbyrði fólks í nægilega miklum mæli. Auk þess klúðraði ríkisstjórnin dauðafæri til að skapa meiri ró á vinnumarkaði þegar hún ákvað að hreyfa ekki við ákvörðunum kjararáðs. Launahækkanir háttsettra embættismanna voru dýru verði keyptar. En ríkisstjórnin var þó dregin að borðinu og lagði sitt af mörkum til að samningar næðust. Það sama gildir ekki um Reykjavíkurborg. Óhætt er að segja að húsnæðismál hafi verið eitt stærsta málefnið í kjaradeilunni þar sem hækkanir á húsnæðisverði og leiguverði hafa vegið til móts við launahækkanir. Kjarabót síðustu ára varð ekki jafnmikil og hún hefði getað orðið. Það skrifast að miklu leyti á borgina. Þó að borgaryfirvöld hafi með aðgerðaleysi sínu búið til frjóan jarðveg fyrir sósíalíska verkalýðsforystu þurfa þau ekki að bera kostnaðinn. Eftir miklar hækkanir á húsnæðisleigu þurfa fyrirtækin að hækka lægstu laun enn meira svo að fólk geti framfleytt sér og sínum. Aðkoma Reykjavíkurborgar að kjarasamningunum er einungis sú að hefja skipulagningu Keldnalands í samvinnu við ríkið. Borgin sleppur vel en atvinnulífið ber kostnaðinn. Því ber að halda til haga svo að þessi atburðarás endurtaki sig ekki á næstu fjórum árum.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun