Grínið er heilun fyrir samfélag í erfiðleikum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. maí 2019 07:15 Fanndís Birna Logadóttir, nemi í stjórnmálafræði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana. Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana.
Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent