Lögreglumaður tók við ákæru fyrir hönd síbrotamanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 15:12 Lögreglumaður virðist hafa verið boðaður á lögheimili ákærða hér á landi til að taka við ákæru á hendur honum. Vísir/Vilhelm Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Ákæran á hendur manninum vart birt lögreglumanni sem hafði engin tengsl við ákærða heldur virðist einfaldlega hafa verið fenginn til að taka við ákærunni. Maðurinn, Friðrik Ottó Friðriksson, mætti fyrir vikið ekki í dómstólinn þegar mál hans var til meðferðar og enginn sem hélt uppi vörnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að birting ákærunnar fyrir ótengdum lögreglumanni hefði verið á meðal galla á meðferð málsins. Sú skylda hvíli á þeim sem taki við ákæru fyrir hönd annarra að koma henni til skila. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Honum hafi ekki verið gefinn kostur á að halda uppi vörnum eins og hann eigi rétt á samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindadómstólnum. Friðrik Ottó fór fram á við endurupptökunefnd að mál hans yrði tekið upp og flutt að nýju en þeirri beiðni var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi í dag. Lögmaður Friðriks Ottós segist munu fara fram á að að endurupptökunefnd endurskoði beiðnina og málið tekið fyrir að nýju í héraðsdómi.Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottós.LausnirÁttu von á niðurstöðunni Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottó, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi sem sé afdráttarlaus. Þar segir að ekki hafi verið rétt staðið að birtingu ákæru og sömuleiðis fyrirkalls fyrir dóminn. Því hafi ekki mátt dæma í málinu sem játningamál. „Við áttum von á að fá þessa niðurstöðu því þetta gat aldrei gengið upp,“ segir Sara. Sem fyrr segir hlaut Friðrik Ottó sex mánaða dóm en þar kom fram að hann hefði játað aðild að málinu. Sara minnir á að það hafi verið í Danmörku og þar séu öll skjöl á dönsku. Hún hafi enn ekki skoðað skjölin enda dönskukunnátta hennar ekki upp á marga fiska.Margdæmdur fyrir auðgunarbrot Vísir var á meðal þeirra miðla sem greindi frá sex mánaða dómi Friðriks Ottó í desember 2016. Friðrik Ottó hefur margsinnis sætt refsingu fyrir auðgunarbrot en í þetta skiptið var dómurinn felldur fyrir brot í Danmörku. Friðrik var dæmdur fyrir hylmingu með því að hafa frá 7. apríl 2012 til lok febrúar 2013 keypt af óþekktum aðila í Danmörku samtals átta málverk sem metin eru á 126.000 danskar krónur, eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna. Málverkunum var stolið í innbroti í Næstved í Danmörku helgina 7.-8. apríl 2012. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa frá 18. janúar til lok febrúar 2013 keypt bifreið af gerðinni Porsche 911 Carrera frá óþekktum aðila. Bifreiðin var metin á 450 þúsund danskar krónur eða 7,2 milljónir íslenskra króna.Bifreiðinni var stolið í Holbæk í Danmörku á tímabilinu 18.-20. janúar 2013. Bæði brotin voru framin í samverknaði við Anders Hansen og geymdu þeir bifreiðina og málverkin í gámi í Næstved í Danmörku. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að Friðriki hafi verið ljóst, eða mátti vera ljóst að bifreiðin og málverkin voru þýfi. Íslenska ríkið metur nú hvort tilefni sé til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.Lesa má dóminn í heild sinni hér. Danmörk Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Ákæran á hendur manninum vart birt lögreglumanni sem hafði engin tengsl við ákærða heldur virðist einfaldlega hafa verið fenginn til að taka við ákærunni. Maðurinn, Friðrik Ottó Friðriksson, mætti fyrir vikið ekki í dómstólinn þegar mál hans var til meðferðar og enginn sem hélt uppi vörnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að birting ákærunnar fyrir ótengdum lögreglumanni hefði verið á meðal galla á meðferð málsins. Sú skylda hvíli á þeim sem taki við ákæru fyrir hönd annarra að koma henni til skila. Ekkert bendi til þess að það hafi verið gert. Honum hafi ekki verið gefinn kostur á að halda uppi vörnum eins og hann eigi rétt á samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttindadómstólnum. Friðrik Ottó fór fram á við endurupptökunefnd að mál hans yrði tekið upp og flutt að nýju en þeirri beiðni var hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð nefndarinnar úr gildi í dag. Lögmaður Friðriks Ottós segist munu fara fram á að að endurupptökunefnd endurskoði beiðnina og málið tekið fyrir að nýju í héraðsdómi.Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottós.LausnirÁttu von á niðurstöðunni Sara Pálsdóttir, lögmaður Friðriks Ottó, fagnar niðurstöðunni í samtali við Vísi sem sé afdráttarlaus. Þar segir að ekki hafi verið rétt staðið að birtingu ákæru og sömuleiðis fyrirkalls fyrir dóminn. Því hafi ekki mátt dæma í málinu sem játningamál. „Við áttum von á að fá þessa niðurstöðu því þetta gat aldrei gengið upp,“ segir Sara. Sem fyrr segir hlaut Friðrik Ottó sex mánaða dóm en þar kom fram að hann hefði játað aðild að málinu. Sara minnir á að það hafi verið í Danmörku og þar séu öll skjöl á dönsku. Hún hafi enn ekki skoðað skjölin enda dönskukunnátta hennar ekki upp á marga fiska.Margdæmdur fyrir auðgunarbrot Vísir var á meðal þeirra miðla sem greindi frá sex mánaða dómi Friðriks Ottó í desember 2016. Friðrik Ottó hefur margsinnis sætt refsingu fyrir auðgunarbrot en í þetta skiptið var dómurinn felldur fyrir brot í Danmörku. Friðrik var dæmdur fyrir hylmingu með því að hafa frá 7. apríl 2012 til lok febrúar 2013 keypt af óþekktum aðila í Danmörku samtals átta málverk sem metin eru á 126.000 danskar krónur, eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna. Málverkunum var stolið í innbroti í Næstved í Danmörku helgina 7.-8. apríl 2012. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa frá 18. janúar til lok febrúar 2013 keypt bifreið af gerðinni Porsche 911 Carrera frá óþekktum aðila. Bifreiðin var metin á 450 þúsund danskar krónur eða 7,2 milljónir íslenskra króna.Bifreiðinni var stolið í Holbæk í Danmörku á tímabilinu 18.-20. janúar 2013. Bæði brotin voru framin í samverknaði við Anders Hansen og geymdu þeir bifreiðina og málverkin í gámi í Næstved í Danmörku. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að Friðriki hafi verið ljóst, eða mátti vera ljóst að bifreiðin og málverkin voru þýfi. Íslenska ríkið metur nú hvort tilefni sé til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.Lesa má dóminn í heild sinni hér.
Danmörk Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Stolinn Porsche og dýr málverk á samvisku íslensks síbrotamanns í Danmörku Maðurinn hefur tíu sinnum áður sætt refsingu vegna auðgunarbrota. 15. desember 2016 11:35