Pedro: Veit ekki hvort Pálmi var rangstæður Árni Jóhannsson skrifar 5. maí 2019 19:46 Strákarnir hans Pedros hafa tapað báðum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni 3-0. vísir/bára Þjálfari Eyjamanna, Pedro Hipólito, var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR sem vann á endanum 3-0 sigur. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið,“ sagði Pedro eftir leik. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn.“ Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil.“ Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Þjálfari Eyjamanna, Pedro Hipólito, var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR sem vann á endanum 3-0 sigur. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið,“ sagði Pedro eftir leik. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn.“ Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil.“ Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00