Innlent

Skrifuðu undir kjarasamninga í nótt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá undirritun samninga.
Frá undirritun samninga. Borgþór Hjörvarsson
Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu í nótt nýjan kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara. Greint er frá á vef Ríkisútvarpsins.

Þegar Vísir náði tali af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og talsmanni samflots iðnaðarmanna í kjaradeilunni, í gærkvöldi sagði hann að góður gangur væri á vinnu við nýja kjarasamninga eftir maraþonfundi síðustu daga.

Þeir voru loks undirritaðir í nótt en samið var fyrir hönd Rafiðnaðarsambands Íslands, Samiðnar, Matvís, VM- Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðnar og FHS; félags hársnyrtisveina.

Kristján sagði í samtali við RÚV í nótt að samningurinn væri svipaður og samningar á almenna vinnumarkaðnum en áhersla hafi verið lögð á hækkun lægstu taxta, styttingu vinnuvikunnar og að færa taxta nær greiddum launum.

Þá nemi hækkun taxta á samningstímanum 90 þúsund krónum en almenn hækkun verði 68 þúsund krónur. Ná eigi vinnutímanum niður í 36 stundir á viku. Samningarnir gilda til 1. nóvember 2022.


Tengdar fréttir

Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA

Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×