Dauði staðreyndanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 3. maí 2019 08:00 Fá hugtök hafa líklega náð meiri fótfestu á síðustu árum en falsfréttir. Það eru ekki síst stjórnmálamenn sem nota hugtakið og þá yfir fregnir sem draga eitthvað fram sem þeim sjálfum ekki hugnast. Við Íslendingar höldum oft að við séum öðruvísi en annað fólk, en svo er ekki. Sú þróun í umræðu og stjórnmálum sem við sjáum úti í heimi ratar hingað og hefur þegar gert það. Á sama hátt hefur dregið úr gildi staðreynda og við hikum ekki við að tefla tilfinningu okkar fyrir því hvernig hlutirnir séu gegn vísindalegum staðreyndum. Við sjáum þetta ekki síst í umhverfis- og loftslagsmálum, í það minnsta bar fyrst á þessu þar. Niðurstöður vísindamanna um hlýnun jarðar og hlutverk mannlegrar tilvistar í henni voru dregnar í efa. Það var líka auðveldara fyrir tíu, tuttugu árum, þegar afleiðingar loftslagsbreytinga voru ekki eins sýnilegar og nú er orðið. En enn er til fólk sem neitar því að maðurinn hafi nokkuð með þetta að gera, þrátt fyrir niðurstöður umfangsmikilla vísindarannsókna. Þetta er einnig áberandi í óáþreifanlegri fyrirbærum eins og mannréttindum eða yfirráðum yfir auðlindum. Á dögunum átti ég í rökræðum við þingmann Miðflokksins sem taldi allar ásakanir um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum vera falsfréttir. Ófáar ræður hafa verið haldnar á síðustu vikum um meint framsal á orkuauðlindum. Í þessum efnum skiptir álit sérfræðinga, niðurstaða rannsókna, sumt fólk engu ef það hefur annað á tilfinningunni. Þá trúir fjöldi fólks því ranglega að bólusetningar geti leitt til einhverfu svo til vandræða horfir með útbreiðslu sjúkdóma sem tekist hafði að vinna bug á. Þetta hefur í för með sér að oft og tíðum er erfitt að eiga í umræðum, við eigum erfitt með að taka upplýstar ákvarðanir – sem er grundvöllur lýðræðisins. Almennt er gott að efast. En ef við erum tilbúin að stimpla óþægilegar staðreyndir sem falsfréttir, þá fyrst eigum við í vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fá hugtök hafa líklega náð meiri fótfestu á síðustu árum en falsfréttir. Það eru ekki síst stjórnmálamenn sem nota hugtakið og þá yfir fregnir sem draga eitthvað fram sem þeim sjálfum ekki hugnast. Við Íslendingar höldum oft að við séum öðruvísi en annað fólk, en svo er ekki. Sú þróun í umræðu og stjórnmálum sem við sjáum úti í heimi ratar hingað og hefur þegar gert það. Á sama hátt hefur dregið úr gildi staðreynda og við hikum ekki við að tefla tilfinningu okkar fyrir því hvernig hlutirnir séu gegn vísindalegum staðreyndum. Við sjáum þetta ekki síst í umhverfis- og loftslagsmálum, í það minnsta bar fyrst á þessu þar. Niðurstöður vísindamanna um hlýnun jarðar og hlutverk mannlegrar tilvistar í henni voru dregnar í efa. Það var líka auðveldara fyrir tíu, tuttugu árum, þegar afleiðingar loftslagsbreytinga voru ekki eins sýnilegar og nú er orðið. En enn er til fólk sem neitar því að maðurinn hafi nokkuð með þetta að gera, þrátt fyrir niðurstöður umfangsmikilla vísindarannsókna. Þetta er einnig áberandi í óáþreifanlegri fyrirbærum eins og mannréttindum eða yfirráðum yfir auðlindum. Á dögunum átti ég í rökræðum við þingmann Miðflokksins sem taldi allar ásakanir um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum vera falsfréttir. Ófáar ræður hafa verið haldnar á síðustu vikum um meint framsal á orkuauðlindum. Í þessum efnum skiptir álit sérfræðinga, niðurstaða rannsókna, sumt fólk engu ef það hefur annað á tilfinningunni. Þá trúir fjöldi fólks því ranglega að bólusetningar geti leitt til einhverfu svo til vandræða horfir með útbreiðslu sjúkdóma sem tekist hafði að vinna bug á. Þetta hefur í för með sér að oft og tíðum er erfitt að eiga í umræðum, við eigum erfitt með að taka upplýstar ákvarðanir – sem er grundvöllur lýðræðisins. Almennt er gott að efast. En ef við erum tilbúin að stimpla óþægilegar staðreyndir sem falsfréttir, þá fyrst eigum við í vanda.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun