Nýtt jafnvægi Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2019 08:00 Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýralega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim. Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air er horfið af sjónarsviðinu. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskiptaafgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raungengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum. Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni. Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018 var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka. Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga. Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland. Og það er ekki að fara að breytast.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun