Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 13:26 Þórarinn Ævarsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri IKEA í gær. Vísir/Ernir „Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn. IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn.
IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30