Rúnar Páll: Þvílíkt einbeitingarleysi í þessum mörkum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. maí 2019 19:41 Rúnar Páll Sigmundsson vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir tap sinna manna gegn KA í dag. Hann sagði einbeitingarleysi hafa orsakað tapið í dag. „Mjög svekkjandi. Við missum þennan leik niður á einhverjum 10 mínútna kafla og það er hrikalega dapurt hjá okkur og þetta er þvílíkt einbeitingarleysi í þessum mörkum. Við ráðum nánast öllum leiknum og við missum einbeitinguna, ég skil eiginlega ekki hvað gerist í þessum 2 mörkum en það gerir það að verkum að við töpum hér í dag.” „Við vorum með gífurlegan sóknarþunga bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik á KA-mönnum sem vörðust gríðarlega vel. En við þurfum að nýta færin okkar betur.” Hann segir það visst áhyggjuefni hjá sínum mönnum þessi sofandaháttur í byrjun seinni hálfleiks. „Já þetta er áhyggjuefni. Við töluðum um það í hálfleiknum að koma klárir en við stjórnum leiknum og þegar lið stjórna leikjum þá er oft hætta að fá á sig mörk úr skyndisóknum þegar menn eru værukærir og það er það sem gerðist hjá okkur í dag.” Það gekk lítið upp hjá Stjörnumönnum en þeir settu boltann tvisvar í slánna og einu sinni í stöngina. Rúnar var sammála því að þetta hafi verið óheppnisdagur og lítið gengið upp en sagði að menn þurfa bara að fara upp með hausinn og gera betur í næsta leik gegn Skagamönnum. „Eigum við ekki bara að segja það? Neinei nú er það bara upp með hausinn og næsti leikur. Við töpum eins og önnur lið og við þurfum bara að sjá hvernig við tökumst á við það. Erfiður leikur framundan í næsta leik gegn öflugu Skagaliði,” sagði Rúnar Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir tap sinna manna gegn KA í dag. Hann sagði einbeitingarleysi hafa orsakað tapið í dag. „Mjög svekkjandi. Við missum þennan leik niður á einhverjum 10 mínútna kafla og það er hrikalega dapurt hjá okkur og þetta er þvílíkt einbeitingarleysi í þessum mörkum. Við ráðum nánast öllum leiknum og við missum einbeitinguna, ég skil eiginlega ekki hvað gerist í þessum 2 mörkum en það gerir það að verkum að við töpum hér í dag.” „Við vorum með gífurlegan sóknarþunga bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik á KA-mönnum sem vörðust gríðarlega vel. En við þurfum að nýta færin okkar betur.” Hann segir það visst áhyggjuefni hjá sínum mönnum þessi sofandaháttur í byrjun seinni hálfleiks. „Já þetta er áhyggjuefni. Við töluðum um það í hálfleiknum að koma klárir en við stjórnum leiknum og þegar lið stjórna leikjum þá er oft hætta að fá á sig mörk úr skyndisóknum þegar menn eru værukærir og það er það sem gerðist hjá okkur í dag.” Það gekk lítið upp hjá Stjörnumönnum en þeir settu boltann tvisvar í slánna og einu sinni í stöngina. Rúnar var sammála því að þetta hafi verið óheppnisdagur og lítið gengið upp en sagði að menn þurfa bara að fara upp með hausinn og gera betur í næsta leik gegn Skagamönnum. „Eigum við ekki bara að segja það? Neinei nú er það bara upp með hausinn og næsti leikur. Við töpum eins og önnur lið og við þurfum bara að sjá hvernig við tökumst á við það. Erfiður leikur framundan í næsta leik gegn öflugu Skagaliði,” sagði Rúnar Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki