Óli Stefán: Ákváðum að einbeita okkur að sjálfum okkur Guðlaugur Valgeirsson skrifar 19. maí 2019 19:34 Óli Stefán Flóventsson vísir/bára Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var sáttur með sína menn eftir sigurinn gegn Stjörnunni í dag. Hann sagði að frammistaðan hafi verið góð og að það hafi verið gott að fá 3 stig að auki. „Frammistaðan var hörkugóð og loksins skilaði hún einhverju til baka. Við erum búnir að vera spila ágætlega þó ekki fullkomlega en við settum góða frammistöðu í dag og vorum þéttir og flottir og áttum flottar rispur. Fengum 2 færi sem við klárum og ég er mjög sáttur við það.” Hann sagði að þetta væri mjög gott í ljósi þess hversu svekkjandi síðustu 2 leikir hafa farið. „Við spjölluðum vel eftir síðasta leik og við ákváðum að vera ekkert að leika nein fórnarlömb og allir á móti okkur. Við ýttum því frá okkur og fórum að einbeita okkur að sjálfum okkur og hvað við gætum gert betur.” „Við tókum skref áfram í dag og hlutirnir féllu með okkur og ég er líka svo ánægður með hérna fyrir norðan hversu sterkur kjarni er bakvið okkur og hingað kemur fullt af fólki og styður við strákana þrátt fyrir erfið úrslit sem sýnir að klúbburinn er sterkur og við getum gert góða hluti ef við höldum svona áfram.” Daníel Hafsteinsson fór meiddur útaf undir fyrri hálfleik og KA-menn lentu í fleiri vandræðum vegna meiðsla. Óli útskýrði að hann hefði fengið högg á rifbeinin og átt í erfiðleikum með að anda. „Hann fékk högg á rifbeinið og missti andann. Við óttuðumst að það væri rifbeinsbrot en það lítur betur út og svo missum við Andra Fannar líka, hann stífnaði upp og Elfar líka í seinni hálfleiknum og allar skiptingarnar voru vegna meiðsla.” „En við erum með stóran og breiðan hóp eins og t.d. með Ólaf Aron hann kemur inn á eins og kóngur, er að spila sínar fyrstu mínútur í sumar og gerir gott mark og hann reið í rauninni baggamuninn fyrir okkur.” Óli Stefán sagði að lokum að hann væri gífurlega ánægður með stuðninginn bæði á heimavelli og hvernig þeir mæta í útileikina. „Þeir eru að koma að norðan! Við erum með svo sterkan kjarna. Yfir þúsund manns á leikjunum fyrir norðan og svo kemur þessi kjarni og við finnum fyrir þessu, það er svo gott að hafa þetta og ég er rosalega ánægður með Schiöttarana í dag,” sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA var sáttur með sína menn eftir sigurinn gegn Stjörnunni í dag. Hann sagði að frammistaðan hafi verið góð og að það hafi verið gott að fá 3 stig að auki. „Frammistaðan var hörkugóð og loksins skilaði hún einhverju til baka. Við erum búnir að vera spila ágætlega þó ekki fullkomlega en við settum góða frammistöðu í dag og vorum þéttir og flottir og áttum flottar rispur. Fengum 2 færi sem við klárum og ég er mjög sáttur við það.” Hann sagði að þetta væri mjög gott í ljósi þess hversu svekkjandi síðustu 2 leikir hafa farið. „Við spjölluðum vel eftir síðasta leik og við ákváðum að vera ekkert að leika nein fórnarlömb og allir á móti okkur. Við ýttum því frá okkur og fórum að einbeita okkur að sjálfum okkur og hvað við gætum gert betur.” „Við tókum skref áfram í dag og hlutirnir féllu með okkur og ég er líka svo ánægður með hérna fyrir norðan hversu sterkur kjarni er bakvið okkur og hingað kemur fullt af fólki og styður við strákana þrátt fyrir erfið úrslit sem sýnir að klúbburinn er sterkur og við getum gert góða hluti ef við höldum svona áfram.” Daníel Hafsteinsson fór meiddur útaf undir fyrri hálfleik og KA-menn lentu í fleiri vandræðum vegna meiðsla. Óli útskýrði að hann hefði fengið högg á rifbeinin og átt í erfiðleikum með að anda. „Hann fékk högg á rifbeinið og missti andann. Við óttuðumst að það væri rifbeinsbrot en það lítur betur út og svo missum við Andra Fannar líka, hann stífnaði upp og Elfar líka í seinni hálfleiknum og allar skiptingarnar voru vegna meiðsla.” „En við erum með stóran og breiðan hóp eins og t.d. með Ólaf Aron hann kemur inn á eins og kóngur, er að spila sínar fyrstu mínútur í sumar og gerir gott mark og hann reið í rauninni baggamuninn fyrir okkur.” Óli Stefán sagði að lokum að hann væri gífurlega ánægður með stuðninginn bæði á heimavelli og hvernig þeir mæta í útileikina. „Þeir eru að koma að norðan! Við erum með svo sterkan kjarna. Yfir þúsund manns á leikjunum fyrir norðan og svo kemur þessi kjarni og við finnum fyrir þessu, það er svo gott að hafa þetta og ég er rosalega ánægður með Schiöttarana í dag,” sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira