Ha, ég?! Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Ég hef áður sagt að siðanefnd Alþingis hafi í raun engan tilgang. Það erum við kjósendur sem dæmum um það hvort þingmenn eru siðlegir eða ekki. En nú er siðanefndin búin að úrskurða í málum nokkurra þingmanna. Kynferðisleg áreitni þingmanns Samfylkingarinnar er ekki brot á siðareglum en Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, braut gegn siðareglum þingsins. Rökstuðningur siðanefndarinnar er meðal annars sá að með því að staglast á orðunum „rökstuddur grunur“ hafi píratinn ranglega gefið í skyn að fyrir lægju gögn sem bentu sterklega til sektar samþingmanns hennar. Allt hugsandi fólk veit nefnilega hvað rökstuddur grunur merkir. Hugtök hafa merkingu en auðvitað er mjög freistandi að nota þau eftir hentugleika til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Popúlistar hagnast mjög á því að orð og hugtök missa merkingu sína því þar með hverfur rökræðan. Píratanum finnst hún megi nota sinn skilning á þessu hugtaki en aðalatriðið virðist vera að Þórhildi Sunnu þykir málstaður sinn svo góður að það er fráleitt að áminna hana. Hið fyrra má afgreiða sem barnaskap en hið síðara er alvarlegra. Það er sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem málstaður hennar er svo góður þá má hún brjóta gegn samþingsmanni sínum. Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata og röksemdir siðanefndarinnar lætur hún sem vind um eyru þjóta. En það skemmtilega í málinu er að nú getum við hlakkað til að sjá úrvinnslu siðanefndarinnar á orðavaðlinum á Klaustri. Hvaða orð sem þar voru sögð falla undir málfrelsi þingmanna og hvaða orð gera það ekki? Gæti orðið gagnlegur listi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Ég hef áður sagt að siðanefnd Alþingis hafi í raun engan tilgang. Það erum við kjósendur sem dæmum um það hvort þingmenn eru siðlegir eða ekki. En nú er siðanefndin búin að úrskurða í málum nokkurra þingmanna. Kynferðisleg áreitni þingmanns Samfylkingarinnar er ekki brot á siðareglum en Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, braut gegn siðareglum þingsins. Rökstuðningur siðanefndarinnar er meðal annars sá að með því að staglast á orðunum „rökstuddur grunur“ hafi píratinn ranglega gefið í skyn að fyrir lægju gögn sem bentu sterklega til sektar samþingmanns hennar. Allt hugsandi fólk veit nefnilega hvað rökstuddur grunur merkir. Hugtök hafa merkingu en auðvitað er mjög freistandi að nota þau eftir hentugleika til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Popúlistar hagnast mjög á því að orð og hugtök missa merkingu sína því þar með hverfur rökræðan. Píratanum finnst hún megi nota sinn skilning á þessu hugtaki en aðalatriðið virðist vera að Þórhildi Sunnu þykir málstaður sinn svo góður að það er fráleitt að áminna hana. Hið fyrra má afgreiða sem barnaskap en hið síðara er alvarlegra. Það er sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem málstaður hennar er svo góður þá má hún brjóta gegn samþingsmanni sínum. Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata og röksemdir siðanefndarinnar lætur hún sem vind um eyru þjóta. En það skemmtilega í málinu er að nú getum við hlakkað til að sjá úrvinnslu siðanefndarinnar á orðavaðlinum á Klaustri. Hvaða orð sem þar voru sögð falla undir málfrelsi þingmanna og hvaða orð gera það ekki? Gæti orðið gagnlegur listi!
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar