Þorir þú að standa með okkur? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:53 Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun