Umhverfis- og efnahagsmál í brennidepli í aðdraganda kosninga í Ástralíu Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2019 11:17 Bill Shorten og Scott Morrison í kappræðum í aðdraganda kosninganna. Getty Verkamannaflokkurinn í Ástralíu mælist með naumt forskot í skoðanakönnunum, degi fyrir þingkosningarnar þar í landi. Umhverfismál og efnahagsmál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of vilhallur í garð koliðnaðar og þá hafa andstæðingar Bill Shorten, leiðtoga Verkamannaflokksins, sakað hann um vera ekki treystandi til að fara með fjármál landsins. Skoðanakönnun Sydney Morning Herald og The Age bendir til að Verkamannaflokkurinn fái 51 prósent fylgi, og Frjálslyndi flokkur Morrison og stuðningsflokkar hans 49 prósent. Er því búist við að naumt verði á munum þó að forysta Verkamannaflokksins hafi verið nokkuð stöðug í könnunum. Í kosningabaráttunni hefur spjótunum verið beint að Morrison þar sem hann hefur átt í vandræðum með að útskýra hvernig Ástralía skuli standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum, en Ástralir glíma reglulega við bæði þurrka og mikil flóð. Hefur Morrison ekki viljað draga úr vægi kols þegar kemur að orkugjöfum framtíðarinnar í Ástralíu, en kolaiðnaðurinn er rótgróinn í Ástralíu og mikilvæg útflutningsvara fyrir Ástrali. Andstæðingar Shorten hafa fyrst og fremst sagt að honum sé ekki treystandi til að stýra efnahag landsins og segist Morrison geta heitið áframhaldandi blómstrandi efnahag eftir sex ára hægristjórn. Hefur Morrison verið duglegur að notast við frasann „A bill you can‘t afford“ (í Bill/reikningur sem þið hafið ekki efni á), þar sem hann vísar í fornafn andstæðings síns. Ástralía Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaunin Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Verkamannaflokkurinn í Ástralíu mælist með naumt forskot í skoðanakönnunum, degi fyrir þingkosningarnar þar í landi. Umhverfismál og efnahagsmál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of vilhallur í garð koliðnaðar og þá hafa andstæðingar Bill Shorten, leiðtoga Verkamannaflokksins, sakað hann um vera ekki treystandi til að fara með fjármál landsins. Skoðanakönnun Sydney Morning Herald og The Age bendir til að Verkamannaflokkurinn fái 51 prósent fylgi, og Frjálslyndi flokkur Morrison og stuðningsflokkar hans 49 prósent. Er því búist við að naumt verði á munum þó að forysta Verkamannaflokksins hafi verið nokkuð stöðug í könnunum. Í kosningabaráttunni hefur spjótunum verið beint að Morrison þar sem hann hefur átt í vandræðum með að útskýra hvernig Ástralía skuli standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum, en Ástralir glíma reglulega við bæði þurrka og mikil flóð. Hefur Morrison ekki viljað draga úr vægi kols þegar kemur að orkugjöfum framtíðarinnar í Ástralíu, en kolaiðnaðurinn er rótgróinn í Ástralíu og mikilvæg útflutningsvara fyrir Ástrali. Andstæðingar Shorten hafa fyrst og fremst sagt að honum sé ekki treystandi til að stýra efnahag landsins og segist Morrison geta heitið áframhaldandi blómstrandi efnahag eftir sex ára hægristjórn. Hefur Morrison verið duglegur að notast við frasann „A bill you can‘t afford“ (í Bill/reikningur sem þið hafið ekki efni á), þar sem hann vísar í fornafn andstæðings síns.
Ástralía Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaunin Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira