Macron og Ardern taka höndum saman í baráttunni gegn öfgamönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2019 08:28 Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að "magna þá upp“. Vísir/getty Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu. Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu.
Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26
Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00