Macron og Ardern taka höndum saman í baráttunni gegn öfgamönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2019 08:28 Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að "magna þá upp“. Vísir/getty Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu. Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggjast taka höndum saman í baráttunni gegn útbreiðslu myndefnis sem sýnir ofbeldi og ógnanir á netinu í tengslum við hryðjuverk og öfgar. Ardern fer á fund Macrons í París í vikunni. Hugmyndin er að fá þjóðarleiðtoga til að undirrita plaggið „Christchurch ákallið“ en Ardern hefur hefur útfært sóknaráætlun gegn útbreiðslu ofbeldisfulls myndefnis á netinu. Útspilið kemur í skugga mannskæðustu hryðjuverkaárásar í sögu Nýja-Sjálands sem átti sér stað um miðjan mars. Árásarmaðurinn, hægri öfgamaður á þrítugsaldri, birti myndskeið af hryðjuverkunum í beinni útsendingu á Facebook.Ritstjórnarkerfið náði ekki að greina Christchurch-myndbandið Árásarmaðurinn kom fyrir myndavél á höfðinu á meðan hann réðst til atlögu í tveimur moskum í Christchurch og skaut 50 manns til bana og særði tugi til viðbótar. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hversu lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Ritstjórnarkerfi Facebbok eyddi minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á einum sólarhring. Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook náði upphaflega ekki greina hryðjuverkaárásina sem var streymt í beinni útsendingu vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem er ætlað að finna myndbönd sem innihalda ofbeldi og eyða þeim ekki skilgreint Christchurch myndbandið. Vilja leiðbeina hefðbundnum fjölmiðlum Með frumkvæðinu vilja Ardern og Macron að þjóðarleiðtogar komi á lögum sem banna myndskeið líkt og Christchurch. Þá vilja þau setja hefðbundnum fjölmiðlum ákveðnar viðmiðunarreglur um umfjöllun þeirra. Þau vilja að fjölmiðlar geti áfram fjallað um hryðjuverk og greint frá atburðum en án þess þó að „magna þá upp“. Ardern og Macron hafa blásið til leiðtogafundar í vikunni en forstjórum tæknirisanna eins og Google, Facebook, Microsoft og Twitter er einnig boðið. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur þó tilkynnt að hann komist ekki á fundinn. Ardern hefur sagt að það sé mikilvægt að internetið verði áfram „frjálst opið og aðgengilegt“ og að „Christchurch ákallið“ þrengi ekki að þeim réttindum heldur leitist við að fylgjast betur með dreifingu ofbeldisfulls myndefnis öfgahópa á netinu.
Facebook Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26 Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Minntust fórnarlambanna í Christchurch Jacinda Ardern var viðstödd athöfnina og hélt ræðu ásamt leiðtogum múslimasamfélagsins og einum sem lifði árásina af. 29. mars 2019 08:26
Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Er farið að notast við svo kallað beint streymi til að sýna ofbeldið í rauntíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hvers kyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. 3. apríl 2019 13:32
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00