Vonar að bruninn raski ekki skólastarfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 07:13 Bruninn í Seljaskóla í nótt kemur til með að hafa áhrifa á skólastarf fram að sumarleyfum í næsta mánuði. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla var á vettvangi í nótt og segist hann hafa fengið tilkynningu um eld í skólanum rétt fyrir miðnætti frá viðbragðsaðilum innan skólans. Hann segir aðkomuna ekki hafa verið góða. „Það var reykur upp úr mæninum og virtist vera staðbundið en svo fljótlega fór reykurinn að dökkna og um eitt leitið í nótt var orðið ljóst mál að ekki yrði ráðið við þann eld sem þar var í gangi,“ segir Magnús um aðstæður þegar hann kom á staðinn. Stutt er síðan kviknaði í á svipuðum stað í skólanum en Magnús getur ekki getið sér til um eldsupptök nú. „Eldsupptökin þá, hefur okkur verið tjáð, að hafi verið út frá rafmagni. Við vitum ekkert hvað gerðist í kvöld. Það er langt í það að slökkvilið og lögregla nái að fara yfir vettvanginn. Við erum rétt búin að laga aðra álmu í húsinu, húsið er byggt þannig að þetta eru margar álmur. Það virðist ekki hafa verið nein tenging þarna á milli,“ segir Magnús.Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, á vettvangi brunans í nótt.Vísir/JóhannKFór inn í skólann til að kanna með skemmdir í öðrum álmum „Mér sýnist vera ástæða til þess að þakka slökkviliðinu fyrir, þetta er ótrúlegt fólk sem við höfum og þeir hafa náð að bjarga því, sýnist okkur við fyrstu sýn, að það hefur ekki farið mikill reykur á milli og eldvarnarhurðir og annað sem er hérna virðist hafa haldið þokkalega, þannig að þetta virðist vera staðbundið. Það er samt gríðarlegt tjón í þessu húsi sem eldurinn er í,“ segir Magnús. Þrátt fyrir áfallið í nótt segir Magnús sjá fyrir sér að nemendur nái að klára skólaveturinn í næsta mánuði. „Það er augljóst mál að við þurfum að gera ráðstafanir. það eru einhverjar fjórar vikur eftir hjá okkur. Þegar þetta gerðist síðast að þá áttum við góða nágranna og góða vini hérna nálægt okkur sem að hafa boðið okkur aðstoð. Mér þykir nú líklega svona þegar að það er orðið kristilegur tími til þess að hringja í vini mína hérna í hverfinu að þá kannski munum við leitast eftir því og stefnan er sú að við getum verið með skólastarf í öllum skólanum á mánudag, en það er klárt mál að við munum þurfa aðstoð vina okkar til að finna húsnæði fyrir þau börn sem að voru í þessari álmu sem að mesta tjónið hefur orðið,“ segir Magnús. Eldurinn í þaki Seljaskóla var mikill.Vísir/Stöð2Sorglegt að horfa upp á þetta öðru sinni Magnús segir sorglegt að horfa upp á skólabygginguna svona illa farna og ferlegt að vera upplifa atburðinn öðru sinni á stuttum tíma. Hann segir að þó þetta sé bara hús að þá þyki honum vænt um það. „Þetta eru kennslustofur fyrir 11 og 12 ára gömul börn og það eru eingöngu kennslustofur í þessu húsi,“ segir Magnús. Aðspurður um ástandið á kennslustofunum segir Magnús að þrátt fyrir að steypt plata sé á milli kennslustofanna og þaksins hafi mikið vatn og mikill svartur reykur farið um bygginguna og gerir hann ráð fyrir að tjón vegna þess sé mjög mikið. Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Bruninn í Seljaskóla í nótt kemur til með að hafa áhrifa á skólastarf fram að sumarleyfum í næsta mánuði. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla var á vettvangi í nótt og segist hann hafa fengið tilkynningu um eld í skólanum rétt fyrir miðnætti frá viðbragðsaðilum innan skólans. Hann segir aðkomuna ekki hafa verið góða. „Það var reykur upp úr mæninum og virtist vera staðbundið en svo fljótlega fór reykurinn að dökkna og um eitt leitið í nótt var orðið ljóst mál að ekki yrði ráðið við þann eld sem þar var í gangi,“ segir Magnús um aðstæður þegar hann kom á staðinn. Stutt er síðan kviknaði í á svipuðum stað í skólanum en Magnús getur ekki getið sér til um eldsupptök nú. „Eldsupptökin þá, hefur okkur verið tjáð, að hafi verið út frá rafmagni. Við vitum ekkert hvað gerðist í kvöld. Það er langt í það að slökkvilið og lögregla nái að fara yfir vettvanginn. Við erum rétt búin að laga aðra álmu í húsinu, húsið er byggt þannig að þetta eru margar álmur. Það virðist ekki hafa verið nein tenging þarna á milli,“ segir Magnús.Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, á vettvangi brunans í nótt.Vísir/JóhannKFór inn í skólann til að kanna með skemmdir í öðrum álmum „Mér sýnist vera ástæða til þess að þakka slökkviliðinu fyrir, þetta er ótrúlegt fólk sem við höfum og þeir hafa náð að bjarga því, sýnist okkur við fyrstu sýn, að það hefur ekki farið mikill reykur á milli og eldvarnarhurðir og annað sem er hérna virðist hafa haldið þokkalega, þannig að þetta virðist vera staðbundið. Það er samt gríðarlegt tjón í þessu húsi sem eldurinn er í,“ segir Magnús. Þrátt fyrir áfallið í nótt segir Magnús sjá fyrir sér að nemendur nái að klára skólaveturinn í næsta mánuði. „Það er augljóst mál að við þurfum að gera ráðstafanir. það eru einhverjar fjórar vikur eftir hjá okkur. Þegar þetta gerðist síðast að þá áttum við góða nágranna og góða vini hérna nálægt okkur sem að hafa boðið okkur aðstoð. Mér þykir nú líklega svona þegar að það er orðið kristilegur tími til þess að hringja í vini mína hérna í hverfinu að þá kannski munum við leitast eftir því og stefnan er sú að við getum verið með skólastarf í öllum skólanum á mánudag, en það er klárt mál að við munum þurfa aðstoð vina okkar til að finna húsnæði fyrir þau börn sem að voru í þessari álmu sem að mesta tjónið hefur orðið,“ segir Magnús. Eldurinn í þaki Seljaskóla var mikill.Vísir/Stöð2Sorglegt að horfa upp á þetta öðru sinni Magnús segir sorglegt að horfa upp á skólabygginguna svona illa farna og ferlegt að vera upplifa atburðinn öðru sinni á stuttum tíma. Hann segir að þó þetta sé bara hús að þá þyki honum vænt um það. „Þetta eru kennslustofur fyrir 11 og 12 ára gömul börn og það eru eingöngu kennslustofur í þessu húsi,“ segir Magnús. Aðspurður um ástandið á kennslustofunum segir Magnús að þrátt fyrir að steypt plata sé á milli kennslustofanna og þaksins hafi mikið vatn og mikill svartur reykur farið um bygginguna og gerir hann ráð fyrir að tjón vegna þess sé mjög mikið.
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35