Rúnar Páll: Góður bragur á okkur Árni Jóhannsson skrifar 10. maí 2019 21:50 Rúnar Páll var ánægður í kvöld. vísir/daníel „Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn og réðum leiknum frá a til ö og fengum fjögur mjög góð færi eftir frábært uppspil sem við hefðum átt að nýta. Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik en heilt yfir þá réðum við lögum og lofum yfir þessum leik en hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég er ánægður með fyrstu þrjú stigin og þetta var góð frammistað hjá drengjunum og góður bragur á okkur.“ Þetta sagði þjálfari Stjörnumanna, Rúnar Páll Sigmundsson, var sáttur með dagsverkið eftir sigur á móti HK í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Stjörnumenn hafa hingað til verið í brasi með að skora mörk úr opnum leik en það kom í dag og var það ekkert smá mark frá Hilmari Árna Halldórssyni. Hann náði fullkomnu skoti og náði að snúa boltann upp í vinkilinn. Það hlýtur að vera þægilegt að vera með svona leikmann innanborðs sem getur töfrað svona upp úr nánast engu. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þennan bolta inni. Sérstaklega út af því að við vorum búnir að fá svo mörg færi í fyrri hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Síðan setti Hilmar hann þarna í vinkilinn, sem var stórkostlegt, þetta getur hann og það er mikilvægt að hafa svona menn í liðinu. Mér fannst liðið í heild sinni spila vel í dag á móti mjög krefjandi andstæðingum.“ Rúnar Páll var að lokum inntur eftir því hvort það væri ekki ánægjulegt að vera kominn við toppinn á deildinni á þessari stundu úr því sem komið var í fyrstu tveimur umferðunum. Rúnar hló þá við og sagði: „Já já, eins og við segjum þá er þetta langt mót og við tökum einn leik í einu og við reynum að safna eins mörgum stigum eins og við getum. Það var bara flott að ná í þessi úrslit og svo er næsti leikur á miðvikudaginn og við erum klárir í hann.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 1-0 | Þægilegur sigur Stjörnumanna Stjarnan náði í sigur og mark úr opnum leik. 10. maí 2019 22:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
„Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn og réðum leiknum frá a til ö og fengum fjögur mjög góð færi eftir frábært uppspil sem við hefðum átt að nýta. Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik en heilt yfir þá réðum við lögum og lofum yfir þessum leik en hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég er ánægður með fyrstu þrjú stigin og þetta var góð frammistað hjá drengjunum og góður bragur á okkur.“ Þetta sagði þjálfari Stjörnumanna, Rúnar Páll Sigmundsson, var sáttur með dagsverkið eftir sigur á móti HK í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Stjörnumenn hafa hingað til verið í brasi með að skora mörk úr opnum leik en það kom í dag og var það ekkert smá mark frá Hilmari Árna Halldórssyni. Hann náði fullkomnu skoti og náði að snúa boltann upp í vinkilinn. Það hlýtur að vera þægilegt að vera með svona leikmann innanborðs sem getur töfrað svona upp úr nánast engu. „Það var mjög ánægjulegt að sjá þennan bolta inni. Sérstaklega út af því að við vorum búnir að fá svo mörg færi í fyrri hálfleik sem við náðum ekki að nýta. Síðan setti Hilmar hann þarna í vinkilinn, sem var stórkostlegt, þetta getur hann og það er mikilvægt að hafa svona menn í liðinu. Mér fannst liðið í heild sinni spila vel í dag á móti mjög krefjandi andstæðingum.“ Rúnar Páll var að lokum inntur eftir því hvort það væri ekki ánægjulegt að vera kominn við toppinn á deildinni á þessari stundu úr því sem komið var í fyrstu tveimur umferðunum. Rúnar hló þá við og sagði: „Já já, eins og við segjum þá er þetta langt mót og við tökum einn leik í einu og við reynum að safna eins mörgum stigum eins og við getum. Það var bara flott að ná í þessi úrslit og svo er næsti leikur á miðvikudaginn og við erum klárir í hann.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 1-0 | Þægilegur sigur Stjörnumanna Stjarnan náði í sigur og mark úr opnum leik. 10. maí 2019 22:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - HK 1-0 | Þægilegur sigur Stjörnumanna Stjarnan náði í sigur og mark úr opnum leik. 10. maí 2019 22:00