Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2019 20:12 Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00
Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent