Þykir bensínstöðvafækkunin brött Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 12:36 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. Honum þyki fækkunin nokkuð brött, en fulltrúi borgarinnar segir að í upphafi verið lögð áhersla á fækkun stöðva í íbúðabyggð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir að borgin hafi boðað til fundar um þessi mál í janúar síðastliðnum. Þar hafi umræðan hins vegar verið á þeim nótum að um væri að ræða þróunina næstu áratugi. „Það var kannski ekki talað við okkur á þeim tíma að um væri að ræða fimm til sex ár. Mér finnst þetta því koma mjög bratt,“ segir Jón Ólafur. Hann segist að sama skapi velta fyrir sér hvort borgin sé að huga nógu vel að hagsmunum borgarbúa í þessum efnum. „Við erum bílaþjóð og það er gert mikið úr hlut einkabílsins í loftslagsmálunum, sem að mínu viti er full bratt. Ég viðurkenni það; þó svo að við séum öll á sama báti með loftslagsmálin þá finnst mér þetta líka snúast um þjónustustig við borgarbúa og hvað eigi þá að taka við ef það verður ekki áfram greitt aðgengi að eldsneyti.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fbl/eyþórJón Ólafur segir þau hjá Olís engu að síður vera fyllilega tilbúin að taka þátt í fyrirhuguðum orkuskiptum í samgöngum. „Við fylgjumst að sjálfsögðu með því sem er að gerast á þessum markaði og erum tilbúin til viðræðna um þetta. Ég tel engu að síður að það hefði verið hyggilegra að að fara hægar í þessu máli,“ segir Jón Ólafur sem bíður spenntur eftir frekari samræðum við borgina um sýn hennar á þessi mál.Fjölorkustöðvar við stofnbrautir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir að fækkunarhugmyndin sé og verði unnin í samráði við olíufélögin. Þannig hafi borgin lagt fram hvata fyrir félögin til að fækka stöðvunum. Geri þau það innan tveggja ára muni Reykjavíkurborg fella niður gjöld á móti. Nýta megi reitina sem losna undir íbúðir eða verslanir, það ráðist af hverri lóð fyrir sig hvaða nýting er talin henta best á hverjum stað. Hugmyndin sé að fækka fyrst þeim bensínstöðvum sem eru með styrktan lóðaleigusamning og þær sem eru inni í íbúðahverfum - „þ.e.a.s. að þær sem eru í þéttri íbúðabyggð verða fyrsta til að fara.“ Þær sem eru staðsettar við stofnbrautir verði þannig síðastar til að fara. Hún segist vona að hægt verði að gera þær stöðvar sem eftir verða að „fjölorkustöðvum,“ þar sem vegfarendur munu geta nálgast margvíslegt eldneyti; eins og rafmagn, metan og vetni. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. 9. maí 2019 20:45 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. Honum þyki fækkunin nokkuð brött, en fulltrúi borgarinnar segir að í upphafi verið lögð áhersla á fækkun stöðva í íbúðabyggð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í gær að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára. Þær hlaupa í dag á tugum og er ætlunin að nýta lóðir bensínstöðvanna með öðrum hætti, t.a.m. undir íbúðir eða aðrar verslanir. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segir að borgin hafi boðað til fundar um þessi mál í janúar síðastliðnum. Þar hafi umræðan hins vegar verið á þeim nótum að um væri að ræða þróunina næstu áratugi. „Það var kannski ekki talað við okkur á þeim tíma að um væri að ræða fimm til sex ár. Mér finnst þetta því koma mjög bratt,“ segir Jón Ólafur. Hann segist að sama skapi velta fyrir sér hvort borgin sé að huga nógu vel að hagsmunum borgarbúa í þessum efnum. „Við erum bílaþjóð og það er gert mikið úr hlut einkabílsins í loftslagsmálunum, sem að mínu viti er full bratt. Ég viðurkenni það; þó svo að við séum öll á sama báti með loftslagsmálin þá finnst mér þetta líka snúast um þjónustustig við borgarbúa og hvað eigi þá að taka við ef það verður ekki áfram greitt aðgengi að eldsneyti.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fbl/eyþórJón Ólafur segir þau hjá Olís engu að síður vera fyllilega tilbúin að taka þátt í fyrirhuguðum orkuskiptum í samgöngum. „Við fylgjumst að sjálfsögðu með því sem er að gerast á þessum markaði og erum tilbúin til viðræðna um þetta. Ég tel engu að síður að það hefði verið hyggilegra að að fara hægar í þessu máli,“ segir Jón Ólafur sem bíður spenntur eftir frekari samræðum við borgina um sýn hennar á þessi mál.Fjölorkustöðvar við stofnbrautir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir að fækkunarhugmyndin sé og verði unnin í samráði við olíufélögin. Þannig hafi borgin lagt fram hvata fyrir félögin til að fækka stöðvunum. Geri þau það innan tveggja ára muni Reykjavíkurborg fella niður gjöld á móti. Nýta megi reitina sem losna undir íbúðir eða verslanir, það ráðist af hverri lóð fyrir sig hvaða nýting er talin henta best á hverjum stað. Hugmyndin sé að fækka fyrst þeim bensínstöðvum sem eru með styrktan lóðaleigusamning og þær sem eru inni í íbúðahverfum - „þ.e.a.s. að þær sem eru í þéttri íbúðabyggð verða fyrsta til að fara.“ Þær sem eru staðsettar við stofnbrautir verði þannig síðastar til að fara. Hún segist vona að hægt verði að gera þær stöðvar sem eftir verða að „fjölorkustöðvum,“ þar sem vegfarendur munu geta nálgast margvíslegt eldneyti; eins og rafmagn, metan og vetni.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14 Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. 9. maí 2019 20:45 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. 9. maí 2019 18:14
Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu. 9. maí 2019 20:45
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18