Stærstu flugfélögin samþykkja að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 14:47 American Airlines er á meðal þeirra bandarísku flugfélaga sem taka sjálfviljug þátt í áætluninni um samdrátt í losun. Vísir/EPA Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun. Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun.
Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent