Gífurleg áhætta? Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. maí 2019 06:15 Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun