Beiti sér gegn loftslagsbreytingum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 29. maí 2019 05:00 "Ég veit ekki hvað við munum búa hér lengi, við bjuggum í tólf ár í Lúxemborg. Hver veit nema við verðum hér í fimm til tíu ár,“ segir Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin, sem fluttist til Íslands í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira