„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2019 11:59 Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir, sem tók hljóðupptöku af alþingismönnum á Klaustur bar í lok nóvember á síðasta ári, þarf að eyða upptökunum fyrir 5. júní næstkomandi.Úrskurður Persónuverndar í máli Báru og Klaustursþingmanna var kveðinn upp 23. maí síðastliðinn en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið í bága við persónuverndarlög þegar hún hljóðritaði samtal þingmannanna. Henni var gert að eyða upptökunni en hún hlaut enga sekt. Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunni því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. Bára er með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm og er af þeim sökum öryrki. Þegar hún tók þá ákvörðun að umræðurnar ættu erindi við almenning sökum stöðu þingmannanna í samfélaginu gat hún hvorki séð það fyrir hversu langan tíma úrlausn málsins ætti eftir taka né hversu hart yrði sótt að henni. Málið hefur legið þungt á Báru en þegar blaðamaður setti sig í samband við hana sagðist hún reyna að halda sig frá kastljósi fjölmiðla um stundarsakir á meðan hún reyndi að ná aftur heilsu. Hún samþykkti þó að svara fáeinum spurningum frá blaðamanni. Klaustursmálið hafi haft mikið álag og áreiti í för með sér og þannig legið þungt á henni en þrátt fyrir erfiðleikana segist Bára ekki sjá eftir neinu. „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi. Það er bara þannig en ég þarf samt ekkert að vera ofsalega hamingjusöm yfir því hvernig fór,“ segir Bára um úrskurð Persónuverndar og allt fjaðrafokið í kringum Klaustursmálið.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar. Bára segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu hart yrði sótt að henni í kjölfar hljóðupptökunnar.VísirAðstöðumunur alþingismannanna sem höfðu sig í frammi á Klaustur bar og Báru kristallaðist í upphafi málsins en Bára segir að hún hafi einnig fundið mikið fyrir honum í uppgjöri málsins, sérstaklega hvað varðar völd, áhrif og peninga. „Staðan er bara sú að sumir hafa meiri tækifæri, peninga og annað til þess að gera hluti. Ég er bara með smotterí á meðan það virtist vera massíft batterí í gangi hinum megin. Ég var allavega alltaf að fá einhver bréf og alltaf eitthvað í gangi og þeir virtust endalaust geta fundið sér rými í fjölmiðlum,“ segir Bára og bætir við að það sé broslegt að sumir hafi haldið því fram að hún hefði hljóðritað samtölin því hún væri svo athyglissjúk. „En það er ekki ég sem er búin að vera að halda þessari umræðu á lofti. Það er alveg ljóst.“ Bára bindur miklar vonir við að Klausturmálið verði til þess að gagnrýnin umræða muni eiga sér stað í samfélaginu um mikilvægi uppljóstrara fyrir upplýst samfélag og lýðræðið. Það sé ekki gott ef einstaklingar búi yfir mikilvægum upplýsingum sem eigi erindi við almenning en láti hjá líða að koma þeim til almennings af ótta við lögsóknir. „Það væru miklu betra ef hlutirnir væru miklu skýrari fyrir almenning af því að ég á þessum stað á þessum tíma tók mína ákvörðun út frá því sem ég hélt,“ segir Bára með vísan í dómaframkvæmdir Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem ljóst er að stjórnmálamenn njóti minni einkalífsverndar en aðrir. Það er Báru mikill léttir að úrskurðurinn liggi fyrir, það dragi úr álaginu sem hún hafi verið undir undanfarna mánuði. Hún vonast núna til að fá frið en segist aftur á móti ekki viss um að málinu sé lokið af hálfu Klaustursþingmannanna. Bára segir að eitt af því jákvæða sem hlaust af Klaustursmálinu sé það að hún hafi getað nýtt athyglina til að varpa ljósi á raunveruleika langveiks fólks. Hún ætlar sér til dæmis að vekja enn frekari athygli á réttindabaráttu þeirra með listgjörningi sem hún mun fremja á hátíðinni Reykjavík Fringe dagana 1.-3. júlí í sumar. Þar mun Bára vera til sýnis í búri til að vekja athygli á raunveruleika langveikra þannig að fólk átti sig á hversdagslegum raunum öryrkja. „Ég ætla að hleypa ykkur hreint inn að rúmstokknum hjá mér. Sýna ykkur kerfisbrasið, greinarnar mínar, myndir af mér bæði á aðlaðandi og verstu stundum, persónulega hluti og eiginlega bara allt sem mér dettur í hug.“ Alþingi Heilbrigðismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Breytti Klaustursmálinu í myndasögu Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. 23. maí 2019 22:30 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, sem tók hljóðupptöku af alþingismönnum á Klaustur bar í lok nóvember á síðasta ári, þarf að eyða upptökunum fyrir 5. júní næstkomandi.Úrskurður Persónuverndar í máli Báru og Klaustursþingmanna var kveðinn upp 23. maí síðastliðinn en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið í bága við persónuverndarlög þegar hún hljóðritaði samtal þingmannanna. Henni var gert að eyða upptökunni en hún hlaut enga sekt. Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunni því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. Bára er með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm og er af þeim sökum öryrki. Þegar hún tók þá ákvörðun að umræðurnar ættu erindi við almenning sökum stöðu þingmannanna í samfélaginu gat hún hvorki séð það fyrir hversu langan tíma úrlausn málsins ætti eftir taka né hversu hart yrði sótt að henni. Málið hefur legið þungt á Báru en þegar blaðamaður setti sig í samband við hana sagðist hún reyna að halda sig frá kastljósi fjölmiðla um stundarsakir á meðan hún reyndi að ná aftur heilsu. Hún samþykkti þó að svara fáeinum spurningum frá blaðamanni. Klaustursmálið hafi haft mikið álag og áreiti í för með sér og þannig legið þungt á henni en þrátt fyrir erfiðleikana segist Bára ekki sjá eftir neinu. „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi. Það er bara þannig en ég þarf samt ekkert að vera ofsalega hamingjusöm yfir því hvernig fór,“ segir Bára um úrskurð Persónuverndar og allt fjaðrafokið í kringum Klaustursmálið.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar. Bára segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu hart yrði sótt að henni í kjölfar hljóðupptökunnar.VísirAðstöðumunur alþingismannanna sem höfðu sig í frammi á Klaustur bar og Báru kristallaðist í upphafi málsins en Bára segir að hún hafi einnig fundið mikið fyrir honum í uppgjöri málsins, sérstaklega hvað varðar völd, áhrif og peninga. „Staðan er bara sú að sumir hafa meiri tækifæri, peninga og annað til þess að gera hluti. Ég er bara með smotterí á meðan það virtist vera massíft batterí í gangi hinum megin. Ég var allavega alltaf að fá einhver bréf og alltaf eitthvað í gangi og þeir virtust endalaust geta fundið sér rými í fjölmiðlum,“ segir Bára og bætir við að það sé broslegt að sumir hafi haldið því fram að hún hefði hljóðritað samtölin því hún væri svo athyglissjúk. „En það er ekki ég sem er búin að vera að halda þessari umræðu á lofti. Það er alveg ljóst.“ Bára bindur miklar vonir við að Klausturmálið verði til þess að gagnrýnin umræða muni eiga sér stað í samfélaginu um mikilvægi uppljóstrara fyrir upplýst samfélag og lýðræðið. Það sé ekki gott ef einstaklingar búi yfir mikilvægum upplýsingum sem eigi erindi við almenning en láti hjá líða að koma þeim til almennings af ótta við lögsóknir. „Það væru miklu betra ef hlutirnir væru miklu skýrari fyrir almenning af því að ég á þessum stað á þessum tíma tók mína ákvörðun út frá því sem ég hélt,“ segir Bára með vísan í dómaframkvæmdir Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem ljóst er að stjórnmálamenn njóti minni einkalífsverndar en aðrir. Það er Báru mikill léttir að úrskurðurinn liggi fyrir, það dragi úr álaginu sem hún hafi verið undir undanfarna mánuði. Hún vonast núna til að fá frið en segist aftur á móti ekki viss um að málinu sé lokið af hálfu Klaustursþingmannanna. Bára segir að eitt af því jákvæða sem hlaust af Klaustursmálinu sé það að hún hafi getað nýtt athyglina til að varpa ljósi á raunveruleika langveiks fólks. Hún ætlar sér til dæmis að vekja enn frekari athygli á réttindabaráttu þeirra með listgjörningi sem hún mun fremja á hátíðinni Reykjavík Fringe dagana 1.-3. júlí í sumar. Þar mun Bára vera til sýnis í búri til að vekja athygli á raunveruleika langveikra þannig að fólk átti sig á hversdagslegum raunum öryrkja. „Ég ætla að hleypa ykkur hreint inn að rúmstokknum hjá mér. Sýna ykkur kerfisbrasið, greinarnar mínar, myndir af mér bæði á aðlaðandi og verstu stundum, persónulega hluti og eiginlega bara allt sem mér dettur í hug.“
Alþingi Heilbrigðismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Breytti Klaustursmálinu í myndasögu Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. 23. maí 2019 22:30 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Breytti Klaustursmálinu í myndasögu Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. 23. maí 2019 22:30
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00
Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt. 22. maí 2019 19:46