Gary Martin sá síðasti til að skora hjá Skagamönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 11:30 Árni Snær Ólafsson og Skagamenn fagna hér sigri á Val en til hægri er Gary Martin. Vísir/Daníel og Vilhelm Síðasti leikmaðurinn til að skora hjá Skagamönnum í Pepsi Max deildinni er ekki lengur að spila í deildinni. Það er ekki aðeins erfitt að fá stig á móti nýliðum Skagamanna því mótherjum þeirra gengur bölvanlega að skora hjá þeim þessa dagana. Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði Skagamanna, hélt hreinu í þriðja leiknum í röð í gær þegar Skagamenn unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í sjöttu umferð Pepsi Max deild karla. Með þessum sigri, þeim fimmta í fyrstu sex leikjunum, þá héldu Skagamenn þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi Max deildar karla. Þeir hafa náð í sextán stig af átján mögulegum. Árni Snær er þar með búinn að halda marki sínu hreinu í 302 mínútur eða í öllum leikjum liðsins undanfarna fimmtán daga. Síðastur til að skora hjá Skagamönnum er leikmaður sem er ekki einu sinni lengur í Pepsi Max deildinni. Gary John Martin skoraði hjá Árna Snæ úr vítaspyrnu á 58. mínútu í 2-1 sigri ÍA á Val á Hlíðarenda 11. maí síðastliðnum. Síðan þá hefur engum öðrum leikmanni í Pepsi Max deildinni tekist að koma boltanum framhjá Árna Snæ. Valsmenn gengu frá starfslokasamningi við Gary Martin í síðustu viku en leikurinn á móti ÍA var síðasti leikur enska framherjans fyrri Hlíðarendafélagið. Þetta mark Gary kom eins og áður sagði úr vítaspyrnu. Síðastur til að skora hjá ÍA í opnum leik var Fylkismaðurinn Geoffrey Castillion í 2-2 jafntefli Fylkis og ÍA í Árbænum. Frá því marki hafa mótherjar Skagamanna ekki skorað markúr opnum leik í 379mínútur.Árni Snær Ólafsson í marki Skagamanna í sumar: 27. apríl - Fékk á sig eitt marki í sigri á KA 1. maí - Hélt hreinu í bikarleik á móti Augnablik 5. maí - Fékk á sig tvö mörk í jafntefli við Fylki 11. maí - Fékk á sig eitt mark í sigri á Val 15. maí - Hélt hreinu í sigri á FH 19. maí - Hélt hreinu í sigri á Breiðabliki 26. maí - Hélt hreinu í sigri á StjörnunniFæst mörk fengi á sig í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla 2019: 4 mörk á sig - ÍA og Breiðablik 6 mörk á sig - KR og Grindavík 7 mörk á sig - KA og Fylkir 8 mörk á sig - HK 9 mörk á sig - FH og Stjarnan 10 mörk á sig - Valur 13 mörk á sig - Víkingur og ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Síðasti leikmaðurinn til að skora hjá Skagamönnum í Pepsi Max deildinni er ekki lengur að spila í deildinni. Það er ekki aðeins erfitt að fá stig á móti nýliðum Skagamanna því mótherjum þeirra gengur bölvanlega að skora hjá þeim þessa dagana. Árni Snær Ólafsson, markvörður og fyrirliði Skagamanna, hélt hreinu í þriðja leiknum í röð í gær þegar Skagamenn unnu 2-0 sigur á Stjörnunni í sjöttu umferð Pepsi Max deild karla. Með þessum sigri, þeim fimmta í fyrstu sex leikjunum, þá héldu Skagamenn þriggja stiga forskoti á toppi Pepsi Max deildar karla. Þeir hafa náð í sextán stig af átján mögulegum. Árni Snær er þar með búinn að halda marki sínu hreinu í 302 mínútur eða í öllum leikjum liðsins undanfarna fimmtán daga. Síðastur til að skora hjá Skagamönnum er leikmaður sem er ekki einu sinni lengur í Pepsi Max deildinni. Gary John Martin skoraði hjá Árna Snæ úr vítaspyrnu á 58. mínútu í 2-1 sigri ÍA á Val á Hlíðarenda 11. maí síðastliðnum. Síðan þá hefur engum öðrum leikmanni í Pepsi Max deildinni tekist að koma boltanum framhjá Árna Snæ. Valsmenn gengu frá starfslokasamningi við Gary Martin í síðustu viku en leikurinn á móti ÍA var síðasti leikur enska framherjans fyrri Hlíðarendafélagið. Þetta mark Gary kom eins og áður sagði úr vítaspyrnu. Síðastur til að skora hjá ÍA í opnum leik var Fylkismaðurinn Geoffrey Castillion í 2-2 jafntefli Fylkis og ÍA í Árbænum. Frá því marki hafa mótherjar Skagamanna ekki skorað markúr opnum leik í 379mínútur.Árni Snær Ólafsson í marki Skagamanna í sumar: 27. apríl - Fékk á sig eitt marki í sigri á KA 1. maí - Hélt hreinu í bikarleik á móti Augnablik 5. maí - Fékk á sig tvö mörk í jafntefli við Fylki 11. maí - Fékk á sig eitt mark í sigri á Val 15. maí - Hélt hreinu í sigri á FH 19. maí - Hélt hreinu í sigri á Breiðabliki 26. maí - Hélt hreinu í sigri á StjörnunniFæst mörk fengi á sig í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla 2019: 4 mörk á sig - ÍA og Breiðablik 6 mörk á sig - KR og Grindavík 7 mörk á sig - KA og Fylkir 8 mörk á sig - HK 9 mörk á sig - FH og Stjarnan 10 mörk á sig - Valur 13 mörk á sig - Víkingur og ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira