Stefnir á gullverðlaun í Texas Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. maí 2019 08:00 Hilmar Örn keppti á HM í frjálsum íþróttum árið 2017. Vísir/Getty Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sport Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira