Verkalýðshreyfingin og SA fagna stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 11:04 Már Guðmundsson á leið á kynningarfund um stýrivaxtalækkunina. Vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“ Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira