Tvær ólíkar skýrslur um tilnefningar Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun