Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Hörður Ægisson skrifar 22. maí 2019 06:00 Sigríður var framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka á árunum 2011 til 2016. Fréttablaðið/Pjetur Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur, hagfræðings við Yale-háskóla og bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem formanns þriggja manna hæfisnefndar sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embættið. Þannig gagnrýna þeir meðal annars, samkvæmt heimildum Markaðarins, að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans. Forsætisráðuneytið vildi ekkert tjá sig um málið en kvartanirnar, sem bárust undir lok síðustu viku, eru nú til skoðunar hjá hæfisnefndinni og ráðuneytinu. Annar þeirra sem hafa kvartað til ráðuneytisins yfir meintu vanhæfi Sigríðar, en hún var skipuð án tilnefningar af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, er Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Þau störfuðu saman um skeið í bankanum en Sigríður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika á árunum 2011 til 2016. Í gagnrýni þeirra sem hafa lagt fram kvörtun yfir meintu vanhæfi Sigríðar er einnig vísað til þess að í 26. grein laga um Seðlabankann, þar sem fjallað er um skipan bankaráðs, er kveðið á um að ekki megi kjósa stjórnendur eða starfsmenn lánastofnana eða annarra fjármálastofnana sem eiga í viðskiptum við Seðlabankann til setu í bankaráði. Sömu sjónarmið, að mati þeirra umsækjenda sem hafa kvartað yfir meintu vanhæfi Sigríðar, ættu að eiga við um þá sem eru skipaðir í hæfisnefndina og hafa aðkomu að því að velja seðlabankastjóra. Þá er að auki meðal annars bent á að fyrir liggi frumvörp sem gera ráð fyrir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og mun seðlabankastjóri, nái sú sameining fram að ganga, því bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi fjármálafyrirtækja. Af þeim sökum séu uppi verulegar efasemdir um hæfi Sigríðar til að meta hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra, en tilkynnt var um skipan nefndarinnar 7. maí síðastliðinn, samhliða því að vera í bankaráði stærsta banka landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hafi samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs eða regluvörð bankans. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sagðist í samtali við Markaðinn ekkert geta tjáð sig um málið. Sigríður hefur setið í bankaráði Landsbankans frá því í mars 2017 en hún var skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið sem skilaði af sér umfangsmikilli skýrslu vorið 2010. Auk Sigríðar er hæfisnefndin skipuð Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins, og Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmanni og varaformanni bankaráðs, tilnefndri af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ráðgert er að endanleg niðurstaða hæfisnefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Samtals sóttu sextán manns um embætti seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar, sem hefur stýrt Seðlabankanum undanfarin tíu ár, rennur út í ágúst á þessu ári.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24