Donni: Mér fannst dómarinn ömurlegur en við vorum léleg líka Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. maí 2019 21:43 Donni var eðlilega hundfúll með leikinn vísir/ernir „Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30