Óli Kristjáns vitnaði í Miðflokkinn á Klaustur og Bróðir minn Ljónshjarta eftir sigurinn á Val Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. maí 2019 21:38 Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Íslandsmeistarar Vals eru áfram í vandræðum en FH er komið við toppinn á ný. 20. maí 2019 22:45
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast