Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 14:54 Farage var ekki hlátur í huga eftir að hann varð fyrir mjólkurhristingsfyrirsáti í Newcastle. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir að hann hellti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage, formanni Brexit-flokksins, í miðborg Newcastle á Englandi í dag. Farage var staddur í borginni vegna kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningar. Lögreglan í Northumbria segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn, grunaður um líkamsárás. Þegar maðurinn var dreginn í burtu og handjárnaður sagði hann „Það er réttur að mótmæla fólki eins og honum,“ að því er segir í frétt The Guardian. Farage, sem hefur verið áberandi í umræðunni fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu undanfarin ár, var sagður foxillur eftir aðfarirnar og kennt öryggisteymi sínu um hvernig fór. Á Twitter fordæmdi hann stuðningsmenn þess að Bretar verði um kyrrt í ESB. Þeir séu orðnir svo róttækir að ekki sé lengur hægt að há hefðbundna kosningabaráttu. Þetta er ekki fyrsta mjólkurhristingsatlagan sem hefur verið gerð á stjórnmálamenn af hægri jaðrinum og hægriöfgamenn undanfarnar vikur. Þannig var mjólkurhristingi kastað yfir Tommy Robinson, áberandi hægriöfgamanna á Bretlandi, og Carl Benjamin, frambjóðanda Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Það var í fjórða skiptið sem Benjamin varð fyrir slíkri árás í kosningabaráttunni en hann er sjálfur til rannsóknar vegna ummæla sem hann lét falla um að nauðgun á þingkonu Verkamannaflokksins.Chaotic scenes in Newcastle city centre as Nigel Farage hit by a milkshake. He's been whisked away by his security. This is the aftermath. pic.twitter.com/qxz8yay492— Sean Seddon (@seddonnews) May 20, 2019 Bretland Brexit England Tengdar fréttir Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir að hann hellti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage, formanni Brexit-flokksins, í miðborg Newcastle á Englandi í dag. Farage var staddur í borginni vegna kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningar. Lögreglan í Northumbria segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn, grunaður um líkamsárás. Þegar maðurinn var dreginn í burtu og handjárnaður sagði hann „Það er réttur að mótmæla fólki eins og honum,“ að því er segir í frétt The Guardian. Farage, sem hefur verið áberandi í umræðunni fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu undanfarin ár, var sagður foxillur eftir aðfarirnar og kennt öryggisteymi sínu um hvernig fór. Á Twitter fordæmdi hann stuðningsmenn þess að Bretar verði um kyrrt í ESB. Þeir séu orðnir svo róttækir að ekki sé lengur hægt að há hefðbundna kosningabaráttu. Þetta er ekki fyrsta mjólkurhristingsatlagan sem hefur verið gerð á stjórnmálamenn af hægri jaðrinum og hægriöfgamenn undanfarnar vikur. Þannig var mjólkurhristingi kastað yfir Tommy Robinson, áberandi hægriöfgamanna á Bretlandi, og Carl Benjamin, frambjóðanda Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Það var í fjórða skiptið sem Benjamin varð fyrir slíkri árás í kosningabaráttunni en hann er sjálfur til rannsóknar vegna ummæla sem hann lét falla um að nauðgun á þingkonu Verkamannaflokksins.Chaotic scenes in Newcastle city centre as Nigel Farage hit by a milkshake. He's been whisked away by his security. This is the aftermath. pic.twitter.com/qxz8yay492— Sean Seddon (@seddonnews) May 20, 2019
Bretland Brexit England Tengdar fréttir Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira
Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30
Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46