Hamrén: „Trúi því að þetta séu bestu leikmennirnir til þess að ná í sex stig“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. maí 2019 19:30 Landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén sagði það áhættu að velja Kolbein Sigþórsson inn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki við Albaníu og Tyrkland. Kolbeinn er kominn aftur í hópinn eftir meiðsli ásamt þeim Jóni Daða Böðvarssyni og Emil Hallfreðssyni. „Ég tek smá áhættu með því að velja hann, en hann hefur heillað með AIK. Við þurfum að sjá hvað gerist í næstu viku,“ sagði Hamrén þegar hópurinn var kynntur í dag. „Ég trúi því að þeir leikmenn sem við höfum í hópnum núna eru þeir bestu til þess að ná í sex stig úr þessum leikjum.“ „Alfreð og Björn Bergmann eru meiddir og ekki í myndinni en við erum með aðra leikmenn í umræðunni.“ Ísland er með tvö stig eftir þrjá leiki í riðlinum í undankeppni EM eftir sigur á Andorra og slæmt tap gegn Frökkum í mars. Nú spilar Ísland fyrstu heimaleikina í riðlinum, við Albaníu og Tyrkland. Nokkuð hefur verið rætt um það hvort Hannes Þór Halldórsson haldi stöðu sinni sem aðalmarkvörður Íslands í þessum leikjum, en þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa spilað vel síðustu misseri. Hamrén vildi ekki gefa það út hver verði í markinu. „Staðan er önnur nú en þegar við komum saman síðast, þá voru þeir Hannes og Alex ekki að spila. Þeir hafa báðir verið að spila núna og Ögmundur var góður í Grikklandi.“ „Það kemur í ljós á leikdag hver verður valinn,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Freys í dag Ísland á fyrir höndum afar mikilvæga leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá blaðamannafundi KSÍ. 31. maí 2019 14:30 Hamrén vildi ekki segja að Hannes væri markvörður númer eitt Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki tilbúinn að gefa það út að Hannes Þór Halldórsson væri enn þá markvörður númer eitt hjá íslenska landsliðinu 31. maí 2019 13:48 Jón Daði og Emil koma aftur inn og Kolbeinn er með en annars fáar breytingar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 25 manna hóp fyrir mjög mikilvæga leiki á móti Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. 31. maí 2019 13:37 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén sagði það áhættu að velja Kolbein Sigþórsson inn í landsliðshópinn fyrir komandi leiki við Albaníu og Tyrkland. Kolbeinn er kominn aftur í hópinn eftir meiðsli ásamt þeim Jóni Daða Böðvarssyni og Emil Hallfreðssyni. „Ég tek smá áhættu með því að velja hann, en hann hefur heillað með AIK. Við þurfum að sjá hvað gerist í næstu viku,“ sagði Hamrén þegar hópurinn var kynntur í dag. „Ég trúi því að þeir leikmenn sem við höfum í hópnum núna eru þeir bestu til þess að ná í sex stig úr þessum leikjum.“ „Alfreð og Björn Bergmann eru meiddir og ekki í myndinni en við erum með aðra leikmenn í umræðunni.“ Ísland er með tvö stig eftir þrjá leiki í riðlinum í undankeppni EM eftir sigur á Andorra og slæmt tap gegn Frökkum í mars. Nú spilar Ísland fyrstu heimaleikina í riðlinum, við Albaníu og Tyrkland. Nokkuð hefur verið rætt um það hvort Hannes Þór Halldórsson haldi stöðu sinni sem aðalmarkvörður Íslands í þessum leikjum, en þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson hafa spilað vel síðustu misseri. Hamrén vildi ekki gefa það út hver verði í markinu. „Staðan er önnur nú en þegar við komum saman síðast, þá voru þeir Hannes og Alex ekki að spila. Þeir hafa báðir verið að spila núna og Ögmundur var góður í Grikklandi.“ „Það kemur í ljós á leikdag hver verður valinn,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Freys í dag Ísland á fyrir höndum afar mikilvæga leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá blaðamannafundi KSÍ. 31. maí 2019 14:30 Hamrén vildi ekki segja að Hannes væri markvörður númer eitt Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki tilbúinn að gefa það út að Hannes Þór Halldórsson væri enn þá markvörður númer eitt hjá íslenska landsliðinu 31. maí 2019 13:48 Jón Daði og Emil koma aftur inn og Kolbeinn er með en annars fáar breytingar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 25 manna hóp fyrir mjög mikilvæga leiki á móti Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. 31. maí 2019 13:37 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén og Freys í dag Ísland á fyrir höndum afar mikilvæga leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu frá blaðamannafundi KSÍ. 31. maí 2019 14:30
Hamrén vildi ekki segja að Hannes væri markvörður númer eitt Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, var ekki tilbúinn að gefa það út að Hannes Þór Halldórsson væri enn þá markvörður númer eitt hjá íslenska landsliðinu 31. maí 2019 13:48
Jón Daði og Emil koma aftur inn og Kolbeinn er með en annars fáar breytingar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 25 manna hóp fyrir mjög mikilvæga leiki á móti Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. 31. maí 2019 13:37