Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 10:58 Grenell var áður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/Getty Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. Fyrr í vikunni varaði Felix Klein, sem fer með málefni sem snúa að gyðingaandúð í landinu, við því að gyðingar myndu bera kollhúfur sínar á almannafæri. Sjá einnig: Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Ástæðan var sögð vera uppgangur gyðingaandúðar í landinu og sagði Reuven Rivlin, forseti Ísraels, meðal annars að hvatningin væri staðfesting á því að gyðingar væru ekki öruggir í landinu en fjöldi glæpa gegn gyðingum hefur aukist til muna á síðasta ári.The opposite is true. Wear your kippa. Wear your friend’s kippa. Borrow a kippa and wear it for our Jewish neighbors. Educate people that we are a diverse society. https://t.co/vd9nV9AvPG — Richard Grenell (@RichardGrenell) May 26, 2019 „Hið gagnstæða er rétt. Vertu með kollhúfuna þína. Vertu með kollhúfu vinar þíns. Fáðu lánaða kollhúfu og vertu með hana fyrir nágranna þína sem eru gyðingar,“ skrifar Grenell á Twitter og segir það mikilvægt svo að fólk átti sig á því að Þýskaland er fjölbreytt samfélag. Ummæli Grenell eru samhljóða ummælum David Lau yfirrabbína frá síðasta ári þar sem hann hvatti gyðinga til þess að klæðast kollhúfum sínum með stolti. Voru þau ummæli svar við fyrri ummælum doktor Josef Schuster, formanns þýska gyðingaráðsins, sem hvatti gyðinga til að klæðast ekki kollhúfum sínum þegar þeir heimsæktu stórar borgir. „Gyðingar ættu ekki að vera krafðir um að fjarlægja kollhúfur sínar heldur ættu lögregluyfirvöld að vera hvött til þess að tryggja öryggi gyðinga í Þýskalandi.“ Trúmál Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. Fyrr í vikunni varaði Felix Klein, sem fer með málefni sem snúa að gyðingaandúð í landinu, við því að gyðingar myndu bera kollhúfur sínar á almannafæri. Sjá einnig: Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Ástæðan var sögð vera uppgangur gyðingaandúðar í landinu og sagði Reuven Rivlin, forseti Ísraels, meðal annars að hvatningin væri staðfesting á því að gyðingar væru ekki öruggir í landinu en fjöldi glæpa gegn gyðingum hefur aukist til muna á síðasta ári.The opposite is true. Wear your kippa. Wear your friend’s kippa. Borrow a kippa and wear it for our Jewish neighbors. Educate people that we are a diverse society. https://t.co/vd9nV9AvPG — Richard Grenell (@RichardGrenell) May 26, 2019 „Hið gagnstæða er rétt. Vertu með kollhúfuna þína. Vertu með kollhúfu vinar þíns. Fáðu lánaða kollhúfu og vertu með hana fyrir nágranna þína sem eru gyðingar,“ skrifar Grenell á Twitter og segir það mikilvægt svo að fólk átti sig á því að Þýskaland er fjölbreytt samfélag. Ummæli Grenell eru samhljóða ummælum David Lau yfirrabbína frá síðasta ári þar sem hann hvatti gyðinga til þess að klæðast kollhúfum sínum með stolti. Voru þau ummæli svar við fyrri ummælum doktor Josef Schuster, formanns þýska gyðingaráðsins, sem hvatti gyðinga til að klæðast ekki kollhúfum sínum þegar þeir heimsæktu stórar borgir. „Gyðingar ættu ekki að vera krafðir um að fjarlægja kollhúfur sínar heldur ættu lögregluyfirvöld að vera hvött til þess að tryggja öryggi gyðinga í Þýskalandi.“
Trúmál Þýskaland Tengdar fréttir Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. 26. maí 2019 15:56
Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26