Gylfi: Við ætlum okkur á annað stórmót Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2019 15:42 Gylfi Þór Sigurðsson segir að íslenska landsliðið hafi oft spilað betur en í sigrinum gegn Albaníu á heimavelli í kvöld. Það mikilvægasta sé þó að stigin þrjú komu í hús. „Ég held að stigin þrjú og markið hans Jóa hafi staðið upp úr. Það er ekkert margt annað. Við vörðumst ágætlega,“ sagði Gylfi í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir áttu nokkur hálffæri en heilt yfir gerðum við það sem við þurftum og skoruðum eitt mark og héldum hreinu. Við gerðum það en auðvitað viljum við spila betur en þetta,“ en má kalla þetta iðnaðarsigur? „Já, algjörlega. Þetta er ekki fallegasti sigurinn okkar en það sem skiptir máli er að við erum nú búnir að vinna tvo leiki af þremur. Við héldum hreinu og erum í ágætis aðstæðum að geta verið heima næstu daga og hvílt okkur heima á meðan Tyrkirnir ferðast.“ Gylfi segir að liðið hafi verið vel meðvitað um það að það þyrfti að vinna leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í þessum júníglugga vilji liðið komast á þriðja stórmótið. „Við töluðum um það í þessari viku og öllum undirbúningnum að þetta eru tveir leikir sem við verðum að vinna. Í gegnum síðustu undankeppnir höfum við verið að vinna á heimavelli gegn liðunum í kringum okkur.“ „Hvort að það sé meiri pressa á okkur núna en áður, ég veit það ekki. Við setjum mjög mikla pressu á okkur sjálfir. Við ætlum okkur á annað stórmót. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna ef við ætlum að eiga möguleika.“ Hvað þarf liðið að bæta fyrir þriðjudaginn? „Sóknarleikinn. Við sköpuðum ekkert gífurlega mikið af færum. Hálffæri hér og þar. Föstu leikatriðin þurfum við að bæta. Við höfum verið sterkir í þeim í gegnum árin og nokkrar spyrnur hjá mér voru lélegar og ein hjá Jóa.“ „Varnarleikurinn var ágætur. Þeir voru ekkert frábærir fram á við en við vörðumst ágætlega sem lið. Við leyfðum þeim að hafa boltann og voru ekkert að skapa sér mikið. Við þurfum að bæta okkur sóknarlega.“ Gylfi varð fyrir hnjaski tvisvar í leiknum en segir standið á sér fínt. „Þetta er hluti af leiknum. Maður verður búinn að tjasla sér saman fyrir næsta leik og verður klár þá,“ sagði FH-ingurinn að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson segir að íslenska landsliðið hafi oft spilað betur en í sigrinum gegn Albaníu á heimavelli í kvöld. Það mikilvægasta sé þó að stigin þrjú komu í hús. „Ég held að stigin þrjú og markið hans Jóa hafi staðið upp úr. Það er ekkert margt annað. Við vörðumst ágætlega,“ sagði Gylfi í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Þeir áttu nokkur hálffæri en heilt yfir gerðum við það sem við þurftum og skoruðum eitt mark og héldum hreinu. Við gerðum það en auðvitað viljum við spila betur en þetta,“ en má kalla þetta iðnaðarsigur? „Já, algjörlega. Þetta er ekki fallegasti sigurinn okkar en það sem skiptir máli er að við erum nú búnir að vinna tvo leiki af þremur. Við héldum hreinu og erum í ágætis aðstæðum að geta verið heima næstu daga og hvílt okkur heima á meðan Tyrkirnir ferðast.“ Gylfi segir að liðið hafi verið vel meðvitað um það að það þyrfti að vinna leikina gegn Albaníu og Tyrklandi í þessum júníglugga vilji liðið komast á þriðja stórmótið. „Við töluðum um það í þessari viku og öllum undirbúningnum að þetta eru tveir leikir sem við verðum að vinna. Í gegnum síðustu undankeppnir höfum við verið að vinna á heimavelli gegn liðunum í kringum okkur.“ „Hvort að það sé meiri pressa á okkur núna en áður, ég veit það ekki. Við setjum mjög mikla pressu á okkur sjálfir. Við ætlum okkur á annað stórmót. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna ef við ætlum að eiga möguleika.“ Hvað þarf liðið að bæta fyrir þriðjudaginn? „Sóknarleikinn. Við sköpuðum ekkert gífurlega mikið af færum. Hálffæri hér og þar. Föstu leikatriðin þurfum við að bæta. Við höfum verið sterkir í þeim í gegnum árin og nokkrar spyrnur hjá mér voru lélegar og ein hjá Jóa.“ „Varnarleikurinn var ágætur. Þeir voru ekkert frábærir fram á við en við vörðumst ágætlega sem lið. Við leyfðum þeim að hafa boltann og voru ekkert að skapa sér mikið. Við þurfum að bæta okkur sóknarlega.“ Gylfi varð fyrir hnjaski tvisvar í leiknum en segir standið á sér fínt. „Þetta er hluti af leiknum. Maður verður búinn að tjasla sér saman fyrir næsta leik og verður klár þá,“ sagði FH-ingurinn að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59 Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44 Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands: Arnór og Albert á bekknum Óvænt tíðindi af byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Albaníu. 8. júní 2019 11:33
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén lestin er að fara af stað“ Twitter var vel á lífi í dag. 8. júní 2019 14:59
Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í íslenska landsliðinu sem vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM 2020 í dag. 8. júní 2019 14:44
Leik lokið: Ísland - Albanía 1-0 | Frábært mark Jóhanns tryggði mikilvæg þrjú stig Strákarnir okkar eru á lífi í baráttunni um laust sæti á EM 2020 eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Albönum í Dalnum, 1-0. Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. 8. júní 2019 16:00