Stjarnan þriðja félagið á fjórum árum sem hættir við þátttöku í Domino´s deild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 14:43 Kvennalið Stjörnunnar fagnar sigri síðasta vetur. Vísir/Daníel Stjarnan verður ekki með lið í Domino´s deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa farið í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit Íslandsmótsins í vetur. Stjarnan sendi útvöldum fjölmiðlum fréttatilkynningu í dag þar sem þetta kemur fram. Stjarnan hefur ákveðið að tefla fram liði í 1. deild kvenna og gefa eftir sæti sitt í úrvalsdeildinni. Þetta er í þriðja sinn á aðeins fjórum árum sem lið fer þessa leið en bæði Hamar (2016) og KR (2015) hættu við þátttöku í Domino´s deildinni og fengu í staðin að tefla fram liði í 1. deildinni. KR er nú aftur komið upp í Domino´s deildina. Stjarnan vann 18 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en fór síðan alla leið í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjarnan er búið að vera í efstu deild undanfarin fjögur tímabil og hefur alltaf komist lengra á hverju ári. Nú eru bara sjö félög eftir í Domino´s deild kvenna en líklegt verður að annaðhvort Breiðabliki (féll úr deildinni) eða Fjölni (tapaði í lokaúrslitum 1. deildar kvenna) verði boðið sætið.Tilkynning Stjörnunnar í heild sinni er þannig: „Þar sem nokkuð vantar upp á að Stjarnan geti skipað liðið með uppöldum Stjörnuleikmönnum væri eina úrræði Stjörnunnar að fá erlenda leikmenn, eða leikmenn frá öðrum liðum, í þeirra stað. Stjórn Kkd. Stjörnunnar metur það svo að heppilegra sé að hlúa betur að yngri iðkendum Stjörnunnar og leggja grunn að liði sem gæti spilað í úrvalsdeild innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni. Liðið mun treysta á fjölda leikmanna sem eru í félaginu á aldrinum 15-18 ára sem hafa fengið fáar mínútur í efstu deild. „Með því að spila með liði í 1. deild fá þessir leikmenn hins vegar bæði þá reynslu og samkeppni sem þær þurfa til að eflast sem leikmenn,“ segir í tilkynningu, en ekki var um auðvelda ákvörðun að ræða. „Þessi ákvörðun var ekki auðveld og þær og forsendur sem liggja að baki henni bar brátt að. Stjórn Kkd. Stjörnunnar tók hana hinsvegar með hag iðkenda og stöðu kvennakörfubolta í Stjörnunni í huga og að vandlega athuguðu máli.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Stjarnan verður ekki með lið í Domino´s deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa farið í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit Íslandsmótsins í vetur. Stjarnan sendi útvöldum fjölmiðlum fréttatilkynningu í dag þar sem þetta kemur fram. Stjarnan hefur ákveðið að tefla fram liði í 1. deild kvenna og gefa eftir sæti sitt í úrvalsdeildinni. Þetta er í þriðja sinn á aðeins fjórum árum sem lið fer þessa leið en bæði Hamar (2016) og KR (2015) hættu við þátttöku í Domino´s deildinni og fengu í staðin að tefla fram liði í 1. deildinni. KR er nú aftur komið upp í Domino´s deildina. Stjarnan vann 18 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en fór síðan alla leið í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjarnan er búið að vera í efstu deild undanfarin fjögur tímabil og hefur alltaf komist lengra á hverju ári. Nú eru bara sjö félög eftir í Domino´s deild kvenna en líklegt verður að annaðhvort Breiðabliki (féll úr deildinni) eða Fjölni (tapaði í lokaúrslitum 1. deildar kvenna) verði boðið sætið.Tilkynning Stjörnunnar í heild sinni er þannig: „Þar sem nokkuð vantar upp á að Stjarnan geti skipað liðið með uppöldum Stjörnuleikmönnum væri eina úrræði Stjörnunnar að fá erlenda leikmenn, eða leikmenn frá öðrum liðum, í þeirra stað. Stjórn Kkd. Stjörnunnar metur það svo að heppilegra sé að hlúa betur að yngri iðkendum Stjörnunnar og leggja grunn að liði sem gæti spilað í úrvalsdeild innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni. Liðið mun treysta á fjölda leikmanna sem eru í félaginu á aldrinum 15-18 ára sem hafa fengið fáar mínútur í efstu deild. „Með því að spila með liði í 1. deild fá þessir leikmenn hins vegar bæði þá reynslu og samkeppni sem þær þurfa til að eflast sem leikmenn,“ segir í tilkynningu, en ekki var um auðvelda ákvörðun að ræða. „Þessi ákvörðun var ekki auðveld og þær og forsendur sem liggja að baki henni bar brátt að. Stjórn Kkd. Stjörnunnar tók hana hinsvegar með hag iðkenda og stöðu kvennakörfubolta í Stjörnunni í huga og að vandlega athuguðu máli.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum