Chelsea áfrýjar banninu til Alþjóða íþróttadómstólsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 08:30 Leikmenn Chelsea fagna eftir sigur liðsins í Evrópudeildinni á dögunum. Getty/Etsuo Hara Chelsea hefur ákveðið að fara lengra með félagsskiptabann sitt en FIFA dæmdi enska úrvalsdeildarliðið í bann fram til janúar 2020. Chelsea hefur áfrýjað banninu sínu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss en hann heitir fullu nafni Court of Arbitration for Sport sem er vanalega skammstafað CAS.Chelsea have taken their appeal against a two-window transfer ban imposed by Fifa to the Court of Arbitration for Sport. Read more: https://t.co/x4vLjbx6HRpic.twitter.com/xg5INJbk1b — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2019Samkvæmt banninu hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu þá má Chelsea ekki kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Chelsea áfrýjað fyrst til FIFA en komst ekkert áleiðis þar. Bannið kemur til vegna rannsóknar FIFA á samningagerð Chelsea við erlenda leikmenn sem ekki voru orðnir átján ára.BREAKING: Chelsea have appealed against their two-window transfer ban pic.twitter.com/s6RhtVmy2B — B/R Football (@brfootball) June 7, 2019Félagsskiptaglugginn lokar 8. ágúst næstkomandi og Alþjóða íþróttadómstóllinn getur ekki sagt til um það hvenær hann mun taka málið fyrir. Þetta gæti skapað Chelsea tíma til að undirbúa sig fyrir bannið með að kaupa nýja leikmenn á meðan málið er í meðferð hjá Alþjóða íþróttadómstólnum. Alþjóða íþróttadómstóllinn er gerðardómur með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS er sjálfstæður dómstóll og er æðsta dómstig sem fjallar um lögfræðileg álitaefni og ágreining á sviði íþrótta á heimsvísu. Dómstóllinn er því flestum tilvikum lokadómstig ákvarðana og úrskurða innan íþróttahreyfingarinnar.Chelsea keypti Christian Pulisic frá BorussiaDortmund fyrir 58 milljónir punda í janúar en kláraði tímabilið í láni hjá þýska liðinu. Allt bendir til þess að Chelsea sé að selja Belgíumanninn Eden Hazard til RealMadrid og þá hefur knattspyrnustjórinn MaurizioSarri sagt að það verði ekki auðvelt að berjast við ManchesterCity og Liverpool fái Chelsea ekki til sín nýja leikmenn.Chelsea áfrýjar ekki aðeins banninu heldur einnig sekt upp á 460 þúsund pund sem samsvara 72,3 milljónum íslenskra króna.Chelsea er reyndar í þeirri lúxusstöðu að geta kallað til sín fullt af leikmönnum úr láni eða mönnum eins og Tammy Abraham (Aston Villa), MichyBatshuayi (CrystalPalace), AlvaroMorata (AtleticoMadrid), Victor Moses (Fenerbahce), Kenedy (Newcastle), TiemoueBakayoko (ACMilan) og Kurt Zouma (Everton). Það eru líka margir yngri leikmenn á láni. England Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Chelsea hefur ákveðið að fara lengra með félagsskiptabann sitt en FIFA dæmdi enska úrvalsdeildarliðið í bann fram til janúar 2020. Chelsea hefur áfrýjað banninu sínu til Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss en hann heitir fullu nafni Court of Arbitration for Sport sem er vanalega skammstafað CAS.Chelsea have taken their appeal against a two-window transfer ban imposed by Fifa to the Court of Arbitration for Sport. Read more: https://t.co/x4vLjbx6HRpic.twitter.com/xg5INJbk1b — BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2019Samkvæmt banninu hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu þá má Chelsea ekki kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Chelsea áfrýjað fyrst til FIFA en komst ekkert áleiðis þar. Bannið kemur til vegna rannsóknar FIFA á samningagerð Chelsea við erlenda leikmenn sem ekki voru orðnir átján ára.BREAKING: Chelsea have appealed against their two-window transfer ban pic.twitter.com/s6RhtVmy2B — B/R Football (@brfootball) June 7, 2019Félagsskiptaglugginn lokar 8. ágúst næstkomandi og Alþjóða íþróttadómstóllinn getur ekki sagt til um það hvenær hann mun taka málið fyrir. Þetta gæti skapað Chelsea tíma til að undirbúa sig fyrir bannið með að kaupa nýja leikmenn á meðan málið er í meðferð hjá Alþjóða íþróttadómstólnum. Alþjóða íþróttadómstóllinn er gerðardómur með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS er sjálfstæður dómstóll og er æðsta dómstig sem fjallar um lögfræðileg álitaefni og ágreining á sviði íþrótta á heimsvísu. Dómstóllinn er því flestum tilvikum lokadómstig ákvarðana og úrskurða innan íþróttahreyfingarinnar.Chelsea keypti Christian Pulisic frá BorussiaDortmund fyrir 58 milljónir punda í janúar en kláraði tímabilið í láni hjá þýska liðinu. Allt bendir til þess að Chelsea sé að selja Belgíumanninn Eden Hazard til RealMadrid og þá hefur knattspyrnustjórinn MaurizioSarri sagt að það verði ekki auðvelt að berjast við ManchesterCity og Liverpool fái Chelsea ekki til sín nýja leikmenn.Chelsea áfrýjar ekki aðeins banninu heldur einnig sekt upp á 460 þúsund pund sem samsvara 72,3 milljónum íslenskra króna.Chelsea er reyndar í þeirri lúxusstöðu að geta kallað til sín fullt af leikmönnum úr láni eða mönnum eins og Tammy Abraham (Aston Villa), MichyBatshuayi (CrystalPalace), AlvaroMorata (AtleticoMadrid), Victor Moses (Fenerbahce), Kenedy (Newcastle), TiemoueBakayoko (ACMilan) og Kurt Zouma (Everton). Það eru líka margir yngri leikmenn á láni.
England Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira