Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. júní 2019 06:15 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. „Það er nauðsynlegt að fram fari óháð fagleg úttekt á aðdraganda falls WOW air, ekki síst vegna þess hversu lengi stjórnvöld virðast hafa verið meðvituð um alvarlegan vanda félagsins,“ segir Helga Vala. Fyrir fimm vikum bað Fréttablaðið Isavia, Samgöngustofu, samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um afrit af öllum samskiptum varðandi greiðslu WOW air á gjöldum til Isavia. „Samgöngustofa hefur ekki aðkomu að viðskiptum einstakra leyfishafa við aðra aðila og býr því ekki yfir umræddum upplýsingum eða gögnum,“ segir Samgöngustofa. Samgönguráðuneytið segir að það hafi ekki eftirlit með skuldastöðu flugrekenda við einstaka kröfuhafa, þar með talið Isavia. Slíkt eftirlit sé í höndum Samgöngustofu. „Þar af leiðandi eru ekki til nein gögn eða upplýsingar um skuldastöðu Wow við Isavia meðan félagið var í rekstri eða greiðslur félagsins til Isavia,“ segir í svari samgönguráðuneytisins sem tekur fram að það starfi sem æðra stjórnvald gagnvart undirstofnunum eins og Samgöngustofu. „Og kunna stjórnvaldsákvarðanir undirstofnana því að koma til skoðunar ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar.“ Fjármálaráðuneytið og Isavia hafa ekki enn svarað beiðni Fréttablaðsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira